fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ný rannsókn – Plastpokar eru betri fyrir umhverfið en taupokar – Nota þarf taupoka 7.100 sinnum til að hann sé umhverfisvænni en plastpoki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. mars 2018 06:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar einhver gefur þér hornauga í búðinni næst þegar þú skellir plastpoka á afgreiðsluborðið er engin ástæða til að skammast sín. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að plastpokar eru betri fyrir umhverfið en taupokar. Þetta er eflaust niðurstaða sem kemur mörgum á óvart.

Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við DTU (danska tækniháskólann) en verkkaupin var danska umhverfisstofnunin. Í fréttatilkynningu frá umhverfisstofnuninni kemur fram að plastpokar séu miklu minna íþyngjandi fyrir náttúruna en taupokar. Skýringin á þessu er að bómull er notuð við framleiðslu á taupokum og það er ræktunin á bómullinni sem gerir taupokana síður umhverfisvænni en plastpokana. Við bómullarrækt þarf að nota stór landsvæði og ræktunin krefst mikillar auðlindanotkunar.

Rannsóknin heitir Life Cycle Assesment of grocery carrier bags. Niðurstaða hennar er að það þarf að nota pappírspoka 40 sinnum áður en hann er betri kostur fyrir umhverfið en plastpoki. Það þarf að nota taupoka úr bómull 7.100 sinnum áður en hann er betri kostur en plastpoki og ef bómullin er lífræn þarf að nota pokann 20.000 sinnum til að hann sé betri kostur en plastpoki.

Umhverfisstofnunin segir að ef fólk eigi nú þegar taupoka eða poka úr öðrum efnum en plasti þá sé góð hugmynd að nota þá eins lengi og þeir duga. Það sé gott fyrir umhverfið að nota hvern burðarpoka eins oft og hægt er, óháð því úr hverju hann er gerður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi