fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mál Hörpu og Kára vegna Sigur Rósar í hart: „Mannorð hans verið skaðað verulega“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, miðvikudaginn 7. febrúar, verður tekið fyrir í héraðsdómi staðfestingarmál um kyrrsetningu á eignum Kára Sturlusonar og fyrirtækis hans KS Productions vegna máls sem kom upp í haust fyrir tónleika hljómsveitarinnar Sigur Rósar í Hörpu. Um var að ræða ferna tónleika í desember sem Kári átti að sjá um en eftir að trúnaðarbrestur kom upp milli aðila tók Sena Live að sér að halda tónleikana. Ástæða trúnaðarbrestsins var fyrir fram greiðsla upp á 35 milljónir króna frá Hörpu til Kára, sem lögmaður Hörpu segir stóran hluta af heildar miðasölutekjunum, en hljómsveitin vissi ekki af. Lögmenn beggja aðila staðfesta að margsinnis hafi verið reynt að miðla málum en ekki tekist og nú sé komið í hart.

Tónleikagestir áttu peningana

Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu, segir að samningum við KS Productions, félags Kára Sturlusonar, hafi ekki verið rift með eiginlegum gerningi heldur hafi þeim verið sjálfhætt þegar greiðslan barst ekki. Hljómsveitin er ekki beinn aðili að málinu og Baldvin segir að það sé vegna þess að Harpa taki að sér að innheimtuna.

Voru það mistök af hálfu starfsfólks Hörpu að greiða út fjármunina til Kára?

„Það er í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að greiða út fjármuni í slíkum tilvikum. Það er tónleikahaldarinn sem ber kostnaðinn og á endanum er það ekki Harpa sem á þessa fjármuni. Harpa heldur þessum fjármunum sem trygginu. Tónleikagestirnir eiga þessa fjármuni þar til tónleikarnir eru yfirstaðnir. Það sem er óvenjulegt við þetta mál er hann virðist ekki starfa lengur sem umboðsaðili fyrir Sigur Rós.“

Kári hefur starfað með Sigur Rós síðan 2005. Höfðuð þið ástæðu til að ætla að maðkur væri í mysunni og hann hafi ætlað að halda þessu sjálfur?

„Það er alla vega ljóst að þessir fjármunir hafa ekki skilað sér enn þá.“

Hefur verið reynt að útkljá málið utan við dómstóla?

„Já, margoft og ég vona enn þá að það takist.

Baldvin segir að Harpa haldi fram kröfu um endurgreiðslu miljónanna 35 auk vaxta. „Við erum að reyna að fá kyrrsetningu á eignum Kára og þetta er tilraun til að reyna að tryggja kröfurnar. Þetta eru eignir sem við vitum að eru til en óvíst er hvort einhver verðmæti séu í.“

Mannorð Kára verulega skaddað

Steinbergur Finnbogason, lögmaður Kára Sturlusonar, segir að trúnaðarbresturinn milli hans og Sigur Rósar hafi komið Kára í opna skjöldu. „Kári var í góðri trú um að hann væri í einu og öllu að vinna í samræmi við gerða samninga og ásakanir um undanskot fjármuna komu honum algjörlega á óvart.“

Af hverju var hljómsveitin ekki látin vita af greiðslunni?

„Húsið er einungis leigusali og á engan hátt aðili að þeim ágreiningi sem uppi er á milli Kára og Sigur Rósar“

„Samningur Kára við hljómsveitina voru á þá lund að hann væri í hlutverki tónleikahaldarans sem sæi um miðasöluna. Uppgjör færi síðan fram að síðustu tónleikunum loknum. Harpa verður að svara því hvort húsið lét hljómsveitina vita af greiðslunni til Kára en hann hafði sem tónleikahaldari fullan ráðstöfunarrétt yfir þessu fé fram að umsömdum uppgjörsdegi.“

Fyrir tónleikana var rætt um að Kári myndi sækja rétt sinn og krefjast lögbanns á tónleikana. Steinbergur segir að ákveðið hafi verið að gera það ekki. En hann segir skaðann sem Kári hafi hlotið af málinu sé engu að síður mikill.
„Skaðinn hefur ekki verið metinn í krónum og aurum en fjárhagslegt tjón hans er mikið og með óvarlegum upphrópunum á opinberum vettvangi hefur mannorð hans verið skaðað verulega. Kári mun auðvitað leita réttar síns og þá bæði gagnvart framgöngu leigusalans og einnig þess uppgjörs við Sigur Rós sem enn hefur ekki farið fram.“

Hverjar eru ykkar kröfur í þessu kyrrsetningarmáli?

„Að Harpa felli málið gagnvart Kára niður enda er húsið einungis leigusali og á engan hátt aðili að þeim ágreiningi sem uppi er á milli Kára og Sigur Rósar. Samningur var hins vegar á milli Kára og Sigur Rósar um skiptingu tekna á milli hljómsveitar og tónleikahaldara að frádregnum kostnaði og skjólstæðingur minn víkur sér ekki undan því að ganga til þess uppgjörs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi