fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Argentínska lögreglan fann tæp 400 kíló af kókaíni í rússneska sendiráðinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 04:56

Argentínska lögreglan haldlagði nýlega tæplega 400 kíló af kókaíni í rússneska sendiráðinu í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires. Nokkrir voru handteknir í tengslum við málið. Patricia Bullrich, öryggismálaráðherra landsins, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær.

Bullrich sagði að kókaínið hefði fundist í hliðarbyggingu sjálfrar sendiráðsbyggingarinnar og væri söluvirði þess um 50 milljónir evra. Hún sagði að glæpagengi hefði reynt að notfæra sér póstþjónustu sendiráðsins, sem nýtur diplómatískrar verndar, til að senda eiturlyfin til Evrópu.

Hún sagði einnig að rússneska og argentínska lögreglan hafi ákveðið að rannsaka málið í sameiningu eftir að rússneski sendiherrann tilkynnti að fíkniefni hefðu fundist í sendiráðinu en það var í desember 2016. Hveiti var sett í stað kókaínsins og eftirlitsmyndavélum var komið fyrir til að fylgjast með pokunum 16 sem kókaínið var í.

Tveir voru handteknir í Argentínu vegna rannsóknar málsins og þrír í Rússlandi. Einn hinna handteknu er fyrrum starfsmaður rússnesku utanríkisþjónustunnar, annar er argentínskur lögreglumaður sem starfar í Buenos Aires.

Bullrich sagði að kókaínið væri mjög ”hreint” og því mjög sterkt. Hún sagði að selja hefði átt efnið í Rússlandi og Þýskalandi en þar býr meintur höfuðpaur smyglhringsins en Bullrich sagðist telja að þýska lögreglan muni hafa hendur í hári hans en hann er nú á flótta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“

Jón ósáttur við Frosta og Mána: „Þessi ósmekklega árás var ekki bara á mig heldur á alla fjölskylduna mína“
Fréttir
Í gær

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“

Aftur tekist á um Gunnar Nelson: „Maður á nærbuxunum fagnar því að hafa slasað annan mann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum

Úttekt á Klaustursmönnum: Sigmundur dýrastur, Gunnar Bragi skrópar í atkvæðagreiðslum
Fyrir 2 dögum

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic

Hörð barátta um mikil verðmæti úr flaki Titanic
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“

Vísar í vafasöm Youtube-myndbönd á Alþingi: „Fordómar þínir gagnvart Evrópubúum eru alveg með ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna

Ekki hátt risið á Norðlendingum núna