Fréttir

Danski þjóðarflokkurinn leggur til að danskir liðsmenn Íslamska ríkisins verði drepnir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. febrúar 2018 06:14

Danski þjóðarflokkurinn kom í gær fram með vægast sagt umdeilda tillögu varðandi danska ríkisborgara sem eru liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS). Talsmaður flokksins lagði til að þessi dönsku liðsmenn IS verði drepnir. Ekki eru allir sáttir við þessa tillögu en það sem kemur kannski einna mest á óvart er að mannréttindasamtökin Amnesty International sjá enga meinbugi á þessu.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði Peter Kofod Poulsen, talsmaður Danska þjóðarflokksins, að dönsku leyniþjónustunar ættu að miðla upplýsingum til breskra, franskra og bandarískra hersveita þannig að hægt verði að finna danska liðsmenn IS og drepa þá.

„Ef sérsveitir rekast á þá, þá er mjög skynsamlegt út frá öryggissjónarmiðum að uppræta þennan óvin og sjá til þess að þetta fólk geti ekki komist heim aftur og hugsanlega framið hryðjuverk á danskri grundu.“

Sagði Poulsen í samtali við Jótlandspóstinn.

Í samtali við TV2 sagði Poulsen að ef danskar leyniþjónustustofnanir hafa vitneskju um danska ríkisborgara, sem hafa gengið til liðs við IS á átakasvæðum, þá eigi þær að koma þeim upplýsingum á framfæri við herlið bandamanna sem berst gegn IS. Ef þessar hersveitir rekast á þessa Dani sá sé í lagi að hersveitir bandamanna viti að þarna séu óvinir á ferð.

Með upplýsingum frá dönskum leyniþjónustum gætu hersveitir bandamanna til dæmis ráðist á ákveðnar byggingar þar sem viðkomandi Danir halda sig. Tillagan felur í raun í sér að Danmörk tekur þátt í aftökum eigin ríkisborgara án dóms og laga.

Hugmyndin að þessu er fengin frá Frakklandi en samkvæmt frétt The Wall Street Journal segir að frönsk yfirvöld hafi veitt íröskum sérsveitum upplýsingar um nöfn franskra ríkisborgara, sem hafa gengið til liðs við IS, og afhent þeim ljósmyndir af viðkomandi. Markmiðið er að koma í veg fyrir að þetta fólk geti snúið aftur heim og framið hryðjuverk.

Søren Pape Poulsen, dómsmálaráðherra, vildi ekki tjá sig um hugmyndir Danska þjóðarflokksins eða svara spurningum þingmanna um hvernig dönsk yfirvöld taka á málum danskra liðsmanna IS. Hann vísaði til þess að starfsaðferðir leyniþjónustustofnana væru leynilegar.

Talsmenn íhaldsmanna og Einingarlistans sjá ekkert jákvætt við tillögu Danska þjóðarflokksins. Rasmus Jarlov, talsmaður íhaldsflokksins, sagðist sjá mjög stórar lagalegar spurningar og vandamál ef ríkið ætlar að senda dauðasveitir til að drepa danska ríkisborgara. Rune Lund, talsmaður Einingarlistans, sagðist einfaldlega vera orðlaus yfir tillögunni.

En hjá mannréttindasamtökunum Amnesty International kvað við aðeins annan tón. Claus Juel, lögfræðilegur ráðgjafi hjá samtökunum, sagðist ekki sjá nein vandamál við að drepa danska ríkisborgara í Sýrlandi ef þeir berjast með IS.

„Ef maður er hermaður, þá er maður hermaður. Ef maður tekur þátt í bardögum, þá verður maður að taka því sem því fylgir.“

Sagði hann í samtali við TV2. Hann lagði þó áherslu á að það væri hinsvegar ekki í lagi ef tillaga Danska þjóðarflokksins nær yfir að drepa hermenn sem hafa verið teknir til fanga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“
Fréttir
í gær

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?
Fréttir
í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn
Fréttir
í gær

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti
Fyrir 2 dögum

Hræðsla við Sósíalista

Hræðsla við Sósíalista
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi