fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Frásögn 4 ára stúlku varð til þess að móðir hennar tók hana strax úr leikskólanum – Brást hún of harkalega við?

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 13:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir fjögurra ára stúlku ákvað að bregðast skjótt við og taka dóttur sína úr leikskólanum eftir að stúlkan kom heim og sagði henni hvað á daga hennar hefði drifið í skólanum.

Mega börn ekki leika sér með svona dúkkur?
Of langt gengið? Mega börn ekki leika sér með svona dúkkur?

Málið hefur vakið athygli í Bretlandi, en það sem fór fyrir brjóstið á móðurinni, Ziba Khan, frá Leicester, var sú staðreynd að stúlkan hafði leikið sér með lítinn dúkkudreng sem var ekki í neinum fötum. Það sem fór einna mest fyrir brjóstið á henni var að kynfæri drengsins voru sýnileg.

Breska blaðið The Sun fjallar um málið og segir að Ziba hafi ákveðið að taka dóttur sína úr umræddum skóla, Forest Lodge Acedemy í Leicester. Þykir henni óviðeigandi að börn fái að leika sér með dúkkur líkt og um ræðir í þessari frétt.

„Dóttir mín kom heim og byrjaði að tala um typpi. Ég velti fyrir mér hvaðan í ósköpunum þetta kom. Elsta dóttir mín er kennari og hún hvatti mig til að spyrja skólann,“ segir Ziba. Hún gerði það og fékk þau skilaboð að skýringuna mætti líklega rekja til dúkkunnar sem börnin höfðu leikið með. „Ég get ekki séð að þessar dúkkur hafi eitthvað menntunar- eða þroskagildi fyrir fjögurra ára börn.“

Sjálf kveðst Ziba ekki vera á móti kynfræðslu í skólum – sé tilgangurinn sá – en umrædd dúkka hafi ekkert slíkt fræðslugildi. Hún segist hafa rætt málið við aðra foreldra og flestir séu á sama máli.

Ziba skrifaði bréf til skólayfirvalda þar sem hún hvatti þau til að skoða málið. Að hennar mati væri ekki tímabært að fjögurra ára börn skoði eða læri um kynfæri hins kynsins – hún hafi sjálf ætlað að gera það þegar rétti tíminn kæmi. Hún kveðst hafa talað fyrir daufum eyrum skólayfirvalda sem hafi ekki viljað taka dúkkuna úr notkun. Af þeim sökum ákvað hún að fara með dóttur sína í annan leikskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi