fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fréttir

Samúel hættir í bankaráði Landsbankans eftir fréttafluttning DV

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 10:57

Sigurlaug 19 ára fékk ekki launin sín

Samúel Guðmundsson hefur sagt sig úr bankaráði Landsbankans hf. Greint er frá þessu á vef Viðskiptablaðsins. Líkt og DV greindi fyrst frá um helgina var hann stjórnarformaður rekstrarfélags veitingastaðarins Rústik. Veitingastaðurinn lokaði í síðustu viku og starfsfólki tilkynnt að það fengi ekki greidd laun. Launin voru greidd eftir að málið rataði í fjölmiðla. Má rekja afsögn Samúels til fréttafluttnings DV af málinu.

Sjá einnig: Sigurlaug 19 ára fær ekki launin sín: Eigandinn situr í bankaráði Landsbankans 

Rústík var í eigu La Dolce Vita ehf, Samúel var stjórnarformaður og einn af eigendum þess félags. Samúel var innkaupastjóri Olís til margra ára og er eigandi ráðgjafafyrirtækisins Sjávarkaupa. Hefur hann víða komið við í íslensku viðskiptalífi. Samúel ásamt Sæmundi Kristjánssyni, framkvæmdastjóra félagsins, og Jóni Guðmundi Ottóssyni keyptu veitingastaðinn í apríl 2017 af fyrri eigendum staðarins og tóku algjörlega yfir rekstur hans.

Ung kona, 19 ára, Sigurlaug Sunna Hjaltadóttir vann sem þjónn á Rústik allt frá opnun veitingastaðarins þangað til hann lokaði. Hún sagði við DV:

„Eigandinn kom oft með vinum og fjölskyldu að borða og keypti dýrasta vínið. Reikningurinn endaði oftast upp á um 200 þúsund krónur. Mér finnst furðulegt að hann gat gert það en ekki borgað svo starfsfólki sínu laun sem þau unnu fyrir.“

DV hefur ítrekað reynt að ná tali af Samúel Guðmundssyni og Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, frá því um helgina en án árangurs. Viðskiptablaðið hefur eftir Helgu Björk:

„Samúel átti hlut í rekstrarfélagi veitingahúss sem lenti í rekstrarerfiðleikum. Hann taldi rétt við þessar aðstæður að segja sig úr bankaráði, enda gæti áframhaldandi seta hans orkað tvímælis og dregið úr trausti til bankaráðs og Landsbankans. Ég virði þessa ákvörðun, óska honum velfarnaðar og þakka honum fyrir gott samstarf undanfarin ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“