fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. október 2018 05:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er var skútu, sem heitir Inook, stolið úr höfninni á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Svo virðist sem þjófnaðurinn hafi verið vel skipulagður og að einn eða fleiri kunnáttumenn hafi verið að verki. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna síðdegis í gær eftir að lögreglan á Vestfjörðum hafði beðið um aðstoð við að finna hana. Skútunni var síðan siglt til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi þar sem skipstjórinn, sem er grunaður um að hafa stolið henni, var handtekinn.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fjölmiðlar skýrðu frá í gær fann áhöfn þyrlunnar skútuna fljótlega og fór síðan til Reykjavíkur til að sækja tvo sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra og tvo menn frá séraðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar. Þeir biðu skútunnar síðan á Rifi en skipstjóra hennar höfðu verið gefin fyrirmæli um að sigla þangað. Skútan kom þangað um klukkan níu í gærkvöldi og var skipstjóri hennar einn um borð.

Skipstjórinn var handtekinn og verður yfirheyrður í dag að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Morgunblaðið hefur eftir heimildarmanni að þjófnaðurinn á skútunni hafi verið vel skipulagður og hafi krafist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu til verka, málið sé mjög dularfullt.

Eigandi skútunnar er sagður hafa verið á Ísafirði fyrir nokkrum dögum. Skútunni var siglt þangað fyrr í haust en þar átti að geyma hana í vetur. Morgunblaðið segir að hún hafi verið bundin við tvær aðrar skútur aftast í höfninni og fyrir framan þær hafi þrjár aðrar skútur legið bundnar saman. Það þurfti því að leysa skúturnar fyrir framan og færa til svo hægt væri að koma Inook á brott.

„Þetta er hið undarlegasta mál.“ Hefur Morgunblaðið eftir Halldóri Sveinbjörnssyni sem á eina af skútunum sem lágu nærri Inook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi