fbpx
Fréttir

Gjaldþrot WOW air myndi hafa mikil áhrif á efnahagslífið – Gengi krónunnar myndi lækka og verðbólga tvöfaldast

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 05:57

Ljósmynd: DV/Hanna

Í sviðsmyndagreiningu sem stjórnvöld unnu í lok sumars vegna mögulegra áfalla í rekstri WOW air, sem átti þá í fjárhagslegum erfiðleikum, kemur fram að ef flugfélagið yrði gjaldþrota gæti það leitt til tveggja til þriggja prósenta samdráttar í landsframleiðslu. Gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent og verðbólga gæti tvöfaldast og orðið um sex prósent.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Það var starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins, forsætisráðuneytisins og Seðlabankans sem gerði umrædda sviðsmyndagreiningu að sögn Fréttablaðsins.

Blaðið segist hafa heimildir fyrir að í grunnsviðsmynd greiningarinnar hafi verið gengið út frá því að gjaldþrot WOW air gæti orðið til að útflutningur myndi dragast saman um 10 prósent á næsta ára, að verðbólgan hækkaði um þrjú prósentustig og að um 1.400 manns myndu bætast á atvinnuleysisskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

80 prósent íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta

80 prósent íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir árásum tölvuþrjóta
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flensan er komin til landsins

Flensan er komin til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“

Þórarinn ætlar að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að IKEA-geitin verið brennd niður aftur: „Þetta er eins og í Tomma og Jenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“