fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Edith á Útvarpi Sögu: „Við Gylfi ekki par“ – Gylfi reiður yfir að fá ekki að stunda kynlíf á elliheimilinu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 12:08

„Bara svo því sé haldið til haga þá erum við Gylfi ekki par. En það má segja að svona verða kjaftasögurnar til og hvernig óvandaðir blaðamenn starfa.“

Þetta segir Edith Alvarsdóttir útvarpsmaður á Útvarpi Sögu vegna fréttar Eiríks Jónssonar á vefnum eirikurjonsson.is. Eiríkur greindi frá því í gær að Gylfi yrði sendur á elliheimili í Hveragerði en hann hefur dvalið á Víðinesi. Gylfi hefur verið á hrakhólum síðan í nóvember en DV greindi frá því þann 28. nóvember að Gylfi ætti heima í tjaldvagni í Laugardal. Þá sagði Gylfi að andlit hans hefði frosið við koddann og óttaðist hann að tjaldbúar í Laugardal yrðu úti í kuldanum. Hótaði Gylfi sjálfsmorði fyrir utan Alþingishúsið. Gylfi fékk síðan inni á Víðinesi en nú kveðst Gylfi vera á leið til Hveragerðis. Frá þessu greindi Gylfi fyrst frá á Facebook um helgina og birti mynd af Edith þáttastjórnanda á Útvarpi Sögu og sagði um hina fyrirhuguðu dvöl í blómabænum:

„Þar má ég vera með eina af þremur kisunum mínum nótt og dag hinar, tvær verða að búa í bílnum mínum Moby Dick við hliðina á elliheimilinu en tilvonandi eiginkona mín “Edith Piaf yngri” fær að heimsækja mig en ekki að sofa hjá mér á nóttinni vegna þess að það gæti æst upp kynhvöt annara gamalmenna á svæðinu.“

Af færslu Gylfa mátti álykta að hann og Edith væru að stinga saman nefjum. Eiríkur birti eins og áður segir frásögn Gylfa og mynd af Edith. Edith var ósátt við þann fréttaflutning og sagði:

„Hins vegar erum við Gylfi miklir vinir og hefði ég talið að svona grín væri öllum ljóst þó málið sé alvarlegt þegar kemur að útburði hans af Víðinesi fyrir tilstuðlan borgarstjóra og velferðaráðs borgarinnar.“

DV heyrði í Gylfa sem var ósáttur að mega ekki fá næturgest á elliheimilið í Hveragerði.

„Það á að senda kornungan mann á elliheimili. Ég held ég láti mig bara vaða þangað og reyni að finna mér eitthvað til að leigja,“ segir Gylfi og bætir við: „Það má ekki hafa næturgest, nema þá undir rúminu. Hún er nú ekkert voðalega löng svo hún kemst undir rúm.“

Bætti Gylfi við að þó hann hefði birt mynd af þáttastjórnanda Útvarps Sögu með færslunni, væri einungis vinskapur á milli þeirra. „Við erum eingöngu vinir. Edith Piaf er sú sem mér dreymir um. Edith Alvars er vinur minn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“