fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bragi botnar ekkert í MeToo-byltingunni: Körlum er í blóð borið að „reyna við konur“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Jósepsson, prófessor, rithöfundur og fyrrverandi varaþingmaður, segir að körlum sé í blóð borið að reyna við konur og að sama skapi sé konum í blóð borið að gefa körlum undir fótinn.

Bragi lýsir þessari skoðun sinni í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, en tilefnið er MeToo-byltingin svokallaða sem hefur verið fyrirferðamikil í umræðunni undanfarnar vikur.

„Nú virðist fokið í flest skjól fyrir okkur karlana. Undir baráttumerkinu #metoo hafa íslenskar konur fylkt liði í baráttunni gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Eins og kunnugt er er baráttuaðferðin fólgin í því að lýsingar kvenna á kynferðislegri áreitni og ofbeldi eru fluttar opinberlega og hefur þátttaka verið gríðarleg og fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga og tala gjarnan um #metoo-byltinguna,“ segir Bragi.

Hann heldur áfram:

„Það er athyglisvert að hvergi er vikið að þeirri staðreynd að menn fæðast að jafnaði ýmist sem karlar eða konur og af líffræðilegum ástæðum er körlum í blóð borið „að reyna við konur“, eins og það er jafnan orðað, og á sama hátt er konum í blóð borið „að gefa körlum undir fótinn“, svo einnig sé notað þekkt orðalag, hvort tveggja með því augljósa markmiði að viðhalda mannkyninu,“ segir Bragi sem endar grein sína á þessum orðum:

„Það virðist nokkuð augljóst að markmiðið með því að fá konur til að lýsa opinberlega kynferðislegri áreitni sem þær telja sig hafa orðið fyrir sé að breyta þessu og fá karla til að hætta að áreita þær kynferðislega. Ef það markmið heppnast, hvað er þá fram undan?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi