fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Íslenska ríkið borgar 18.000 dollara á mánuði fyrir íbúð á Manhattan – Þú getur leigt þessar íbúðir á sama verði – Sjáðu myndirnar

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 20. september 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum birtist frétt á Vísi þar sem kom fram að íbúð, sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, nýtir sér. Mánaðarlegur leigukostnaður við þá íbúð er 18.000 dollarar á mánuði eða það sem samsvarar rúmlega tveimur milljónum króna á mánuði. DV hafði samband við utanríkisráðuneytið til að geta fengið að vita um það bil hvar íbúðin er staðsett í New York en eina sem ráðuneytið gaf upp var að hún væri á austurhluta Manhattan eyju. DV ákvað því að skoða fasteignir á leigu í New York og sjá hvernig íbúðir maður getur fengið að leigu fyrir sömu upphæð og íbúð fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum kostar. Bergdís Ellertsdóttir er fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.

Íbúðin kostar eingöngu 15.000 dollara á mánuði og er 205 fermetra á tveimur hæðum. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi ásamt því að öll húsgögn fylgja, þar með þetta glæsilega billjard borð sem sést á myndinni. Dyravörður er í byggingunni.

 

Þessi íbúð kostar það sama og ríkið er að greiða í dag, eða 18.000 dollara. Hún er 223 fermetrar og með rúmlega 5 metra í lofthæð. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi og 3 baðherbergi ásamt sérstöku fataherbergi. Öll húsgögn fylgja íbúðinni og er meðal annars heitur pottur í einu af baðherbergjunum.

Þessa íbúð getur þú einnig fengið á 18.000 dollara á mánuði. Hún er 219 fermetrar með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Dyravörður er staðsettur í byggingunni allan sólarhringinn ásamt því að nuddheitapottur er í einu af baðherbergjunum.

Þessi íbúð er staðsett í Trump World Tower og er eingöngu örfáum metrum frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Leiguverðið er eingöngu 17.900 dollarar á mánuði á þessari 287 fermetra íbúð sem inniheldur meðal annars 3 svefnherbergi og 2 stórar stofur. Leigjandinn fær aðgang að líkamsræktarstöð í byggingu ásamt sundlaug og sauna.

Þetta er eingöngu brot af þeim fjölmörgu íbúðum sem eru í boði á Manhattan. Lesendur geta farið inná þessa síðu til að skoða frekar hvaða glæsilegu íbúðir það getur leigt fyrir sama pening og ríkið greiðir í leigu fyrir sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat