fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Sigríður leitar að  manninum sem veit að hún var ranglega dæmd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. september 2018 22:23

„Ég óska eftir hjálp að finna mann sem var að keyra fyrir aftan mig 6. mars síðastliðinn,“ skrifar Sigríður Lind Þorbjörnsdóttir í pistli sem hún biður sem flesta um að deila og hefur gefið DV leyfi til að birta. Sigríður staðhæfir að hún hafi ranglega verið dæmd í órétti í umferðaróhappi fyrr á árinu vegna ósannsögli hins aðilans í málinu. Hefur hún orðið fyrir miklu fjártjóni vegna þessa máls.

Atvikið sem um ræðir snýst um það í allra stystu máli að samkvæmt Sigríði bakkaði ung stúlka á hana en stúlkan staðhæfir að Sigríður hafi ekið aftan á hana. Maður sem ók fyrir aftan Sigríði og átti samtal við hana þetta örlagaríka kvöld gæti hins vegar varpað ljósi á málið.

Frásögn Sigríðar Lindar er svohljóðandi:

HJÁLP!

Ég óska eftir hjálp að finna mann sem var að keyra fyrir aftan mig 6. mars síðastliðinn. Hann var á hvítum, minni sendibíl, hann setti neyðarljósin á og kom út úr bílnum eftir að það var hafði verið bakkað á mig á Geirsgötu niðrí miðbæ í Reykjavík, þetta var ca. kl: 21:00. Ég var á rauðum Hyundai númer UP077 og tjónvaldur var HJV25 (rauður Toyota). Hann sá að það hafði verið bakkað á mig, hann sagði að sú sem var fyrir framan mig hefði bakkað á mig. Ég man meira að segja hvað hann sagði: „það var bara sett í bakkgírinn“ og sagðir að það væri best fyrir okkur að færa okkur aðeins frá til þess að stoppa ekki umferðina. Mig vantar vitni vegna þessa atviks. Ég var dæmd í órétti fyrir það að sú sem var í bílnum fyrir framan mig bakkaði á mig.

Forsagan er sú að ég var að keyra fyrir aftan þessa stelpu, hún snarhemlar á miðri götu af því hún heldur að hún sé að fara á móti umferð, ég stoppa líka, en svo byrjar hún að bakka og bakkar á mig, ég er kyrrstæð. Hún viðurkennir að hafa bakkað á mig, hún hleypur út úr bílnum og fer að afsaka sig, allt í lagi með það, slysin gerast er það ekki? Hún neitar hinsvegar að fylla út tjónaskýrslu þarna og hringir í afa sinn í staðinn (hann á bílinn). Þá breytist allt, afinn segir að ég hafi keyrt aftan á hana og að ég sé í órétti (hann var samt ekki á staðnum). Þegar þetta gerist er maðurinn í sendibílnum farinn, ég ekki með neitt símanúmer eða nafn, hjá þessum eina sem sá virkilega hvað kom fyrir. Afi stelpunnar sem bakkaði á mig kemur á staðinn, hann hringir í lögregluna “af því að það er svo mikið ósætti á því sem hafði komið fyrir”. Afinn segir að öll tjón á mínum bíl hafi verið svona áður, húddið og númeraplatan beygluð og nokkrar rispur. Það var ein lítil rispa á bílnum hans. Afinn fer svo að fylla út tjónaskýrsluna (hann sem var ekki á staðnum þegar þetta gerist, hann veit ekkert hvað fór fram), hann ætlar að skrifa inn á minn helming að ég hafi keyrt aftan á, á þann helming sem ég á að fylla út. Ég segi honum að gjöra svo vel að láta það vera, það sé ekki hans að segja hvað hafði komið fyrir. Stelpan sem var að keyra bílinn þykist svo ekkert muna hvað hafði komið fyrir. Afinn segist svo ekkert ætla að gera í þessum málum, þetta sé bara smá skeina.

Þetta endar svo með því að ég er dæmd í órétti og hann búinn að svíkja tæp 300 þúsund út úr tryggingarfélaginu. Núna sit ég með skemmdan bíl og sárvantar þennan mann á sendibílnum fyrir aftan mig til þess að bera vitni um að hún hafi bakkað á mig.

Ég reyndi að tala við þessa stelpu, hafði samband við hana á FB en hún blockaði mig um leið. Svo elsku vinir viljið þið hjálpa mér að deila þessu svo ég geti fundið þennan mann. Ef þú varst á staðnum 6. mars endilega hafðu samband við mig hérna á FB eða s. 6981735.http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is/

Takk fyrir.

 

Facebooksíða Sigríðar Lindar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stekkjarstaur á Grænlandi: Hrókurinn og Kalak færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjafir – Myndasyrpa

Stekkjarstaur á Grænlandi: Hrókurinn og Kalak færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjafir – Myndasyrpa
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni
Fyrir 2 dögum
Skák og mát
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans

Sóli Hólm ósáttur: Gert grín að slysi bróður hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“