fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kúvending hjá Donald Trump – Hættir við refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 04:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, er að jafnaði skýrmælt þegar hún talar hjá SÞ og við fjölmiðla og segir hlutina hreint út. Það var hún á sunnudaginn þegar hún sagði að bandarísk stjórnvöld hefðu í hyggju að herða enn refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi vegna stuðnings Rússa við efnavopnaframleiðslu sýrlensku stjórnarinnar.

Hún sagði að nýju refsiaðgerðirnar myndu beinast að fyrirtækjum sem hafa selt sýrlensku stjórninni búnað til efnavopnaframleiðslu.

„Við viljum að vinir þeirra, Íran og Rússland, skilji að við meinum það sem við segjum og þess vegna munu þeir finna fyrir þessu.“

Það var engin ástæða til annars en að taka orð hennar trúanleg enda er Haley ein af skærustu stjörnunum í ríkisstjórn Trump og virðist vera í góðu sambandi við forsetann.

Ekki var annað að sjá en að ríkisstjórnin væri búin að undirbúa þetta allt og átti Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, að kynna nýju refsiaðgerðirnar í gær á fréttamannafundi. Washington Post segir að Trump hafi hins vegar snúist hugur og hætt við refsiaðgerðirnar.

Ekki er vitað hvers vegna en ákvörðun hans kom eftir að stjórnvöld í Kreml fordæmdu fyrirhugaðar refsiaðgerðir. Trump er sagður hafa rætt málið við þjóðaröryggisráðgjafa sína á sunnudaginn og sagt þeim að hann væri ekki reiðubúinn til að samþykkja refsiaðgerðirnar. Þessum skilaboðum var að sögn komið strax til rússneska sendiráðsins í Moskvu.

Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í framhaldi af þessu að ummæli Haley hafi verið mistök. Hvíta húsið hafi verið að íhuga frekari refsiaðgerðir en ákvörðun um þær yrði ekki tekin fyrr en á næstu dögum.

Þessi þróun mála gerir það að verkum að hörð orð og viðbrögð Trump við efnavopnanotkun í Sýrlandi virðast ótrúverðugri en áður. Þetta sveipar stefnu hans í málefnum Rússland einnig enn meiri þoku og sýnir að ríkisstjórn hans er ósamstíga í málinu.

Trump hefur lengi sagt að hann vilji betra samband við Rússland og hefur aldrei verið hrifinn af að gagnrýna Vladimir Pútín Rússlandsforseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi