fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Fyrir það erum við einstaklega þakklát“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. apríl 2018 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Starfsfólki Icewear langar að koma á framfæri kærum þökkum fyrir veittan stuðning til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg eftir að gríðarlegur eldsvoði varð í höfuðstöðvum fyrirtækisins þann 5. apríl síðastliðinn,“ segir í yfirlýsingu frá Icewear í kjölfar eldsvoðans í Garðabæ á fimmtudag.

Skrifstofur Icewear og Drífu ehf, sem á og rekur Icewear, hafa opnað á nýjum stað í Hlíðarsmára 12, 2.hæð, í Kópavogi og er lagermóttaka í Suðurhrauni 3 í Garðabæ.

„Þá viljum við þakka Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sérstaklega fyrir skjót og góð viðbrögð og óeigingjarna vinnu við virkilega erfiðar aðstæður. Starfsfólk, og fjöldi annarra einstaklinga og fyrirtækja, varð skiljanlega fyrir miklu áfalli og má þakka fyrir að ekki urðu frekari slys á fólki. Viðbragðsaðilar stóðu sig eins og best verður á kosið. Fyrir það erum við einstaklega þakklát.“

Í yfirlýsingunni segir einnig að verslanir fyrirtækisins séu opnar með eðlilegum hætti og daglegur rekstur þeirra heldur áfram í óbreyttri mynd, fyrir utan verslunina sem var í Miðhrauni.
„Starfsfólk Icewear hefur þegar brugðist hratt og vel við því að flýta framleiðsluferli á nýjum vörum og hraða með öllu móti afhendingarferli frá birgjum til þess að tryggja gott vöruúrval í verslunum og á heildsölusviði Icewear.“
Þakkar fyrirtækið allan þann velvilja sem einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt í verki við að koma fyrirtækinu hratt og vel af stað aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi