fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tara fordæmir Biggest Loser: „Þetta er hreinn og klár viðbjóður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru ekki þættir sem snúast um fagmennsku og að hjálpa fólki og þeir hafa aldrei gert það, hvorki hér á Íslandi né annarsstaðar,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, um þættina The Biggest Loser.

Tara skrifar pistil í tilefni af frétt DV um keppandann Áka Pálsson sem sendur var heim í öðrum þætti, en hann og móðir hans Stefanía bera þáttunum ekki góða söguna.

Tara vísar í yfirlýsingu sem Samtök um líkamsvirðingu ásamt Félagi fagfólks um átraskanir, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Matvæla- og næringarfræðafélagi Íslands, Matarheillum og Félagi fagfólks um offitu sendu frá sér er þættirnir hófu göngu sína hér á landi. Yfirlýsingin er í heild sinni hér.

Í yfirlýsingunni segir meðal arnnars: „Biggest loser þættirnir hafa sætt mikilli gagnrýni bæði erlendis og hérlendis fyrir öfgakenndar áherslur á þyngdartap, mikla fæðutakmörkun, æfingaálag og harkalega framkomu þjálfara í garð keppenda. Við teljum þessa nálgun ekki samræmast faglegum vinnubrögðum og sú framkoma sem þjálfarar sýna keppendum samræmist hvorki siðareglum né lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem kveða skýrt á um að skjólstæðingum skuli sýnd virðing. Rannsóknir benda ennfremur til þess að áhorf á þættina ýti undir fitufordóma og að litlar líkur séu á þættirnir hvetji áhorfendur til aukinnar hreyfingar og bættra lífshátta.

Við viljum taka skýrt fram að meint „vottun“ sem þættirnir eru sagðir hafa fengið frá læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum á ekki við um fagfólk hér á landi. Enginn íslenskur heilbrigðisstarfsmaður gæti viðhaft þá nálgun gagnvart sínum skjólstæðingum sem einkennir þessa þætti án þess að það væri brot á siðareglum viðkomandi fagstéttar og gildandi lögum um heilbrigðisstarfsmenn.“

Tara skrifar enn fremur um Biggest Loser og vandar þáttunum ekki kveðjurnar:

„Tilgangur þáttanna hefur aldrei verið annar en að lítillækka og smána feitt fólk. Við búum því miður í samfélagi þar sem það selur. Og því meira brútal sem aðferðirnar eru, því meiri lítilsvirðing sem þjálfararnir sýna, því meira áhorf. Við myndum aldrei gúddera þennan ógeðslega sirkus fyrir neinn annan hóp einstaklinga en feitt fólk.

Þetta er hreinn og klár viðbjóður og þeim sem standa að þessum þáttum mun verða minnst í sögubókum sem helstu stoðir fitufordóma hér á landi. Skjárinn, Evert, Gurrý. Hafið alla heimsins skömm fyrir!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki