fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Brynjar veit hverjir þeir eru: „Meðmælanda bréfin fá þeir ekki“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 8. ágúst 2017 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson veit hvaða tveir valinkunnu einstaklingar mæltu með því að Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson fengi uppreist æru. Brynjar er formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar og segir í samtali við RÚV að aðrir í nefndinni muni ekki fá gögnin í hendur. Þau séu trúnaðarmál. Fréttir þess efnis að Robert hefði hlotið uppreist æru vakti mikla athygli fyrr í sumar. Getur Róbert nú starfað aftur sem lögmaður. Róbert var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum og missti hann lögmannsréttindi sín í kjölfarið.

Fjölmiðlar á Íslandi hafa reynt að fá gögnin í sínar hendur, þá hver það var sem mælti með að Robert hlyti uppreist æru en verið neitað. Hefur ákvörðun ráðuneytisins verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

„Meðmælandabréfin fá þeir ekki,“ sagði Brynjar við RÚV þegar hann var spurður hvort aðrir í nefndinni myndu fá að sjá bréfin. Bætti hann við að þau væru algjört trúnaðarmál. Nefndarmenn muni hins vegar fá að sjá þau á fundinum. Nefndarmenn eru ásamt Brynjari:

Birgitta Jónsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Lilja Alfreðsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson, Haraldur Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi