fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ákváðu að banna heimanám barna

Tilgangslaust að láta börn hafa þreytandi verkefni til að vinna heima

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skólayfirvöld í Marion-sýslu í Flórída í Bandaríkjunum ákváðu fyrir skemmstu að nemendur í barnaskólum sýslunnar þyrftu ekki að vinna heimanám að skóladegi loknum.

Þessi ákvörðun hefur áhrif á fjölmörg börn í sýslunni, en ákvörðunin tekur til rúmlega þrjátíu skóla. „Börn læra ekki eins og þau gerðu áður,“ segir Keven Christian, yfirmaður hjá Marion County Schools sem sér um stefnumótun fyrir barnaskóla í sýslunni. Keven segir að tilgangslaust sé að láta börn hafa „þreytandi“ heimaverkefni til að vinna á kvöldin að loknum skóladegi.

Í staðinn fyrir heimavinnuna fara skólayfirvöld þess á leit að foreldrar lesi í tuttugu mínútur fyrir börn sín á hverju kvöldi. Börn geti valið sér bækur sem foreldrar síðan lesa fyrir þau.

Ákvörðunin hefur fallið vel í kramið hjá foreldrum barna í sýslunni og hjá börnunum sjálfum. Foreldrar fái þarna meiri tíma með börnunum sínum og börnin fái að auki meiri hvíld.

Hér á landi hefur umræðan um heimanám barna reglulega skotið upp kollinum. Árið 2013 vakti grein iðjuþjálfarans Sigurðar Hólm Gunnarssonar mikla athygli, en í henni sagði hann heimanám vera gagnslaust og skaðlegt börnum. Sigurður sagði meðal annars að ókostirnir við heimanám væru þeir að gæðastundum foreldra og barna fækkar. Í stað þess að gera eitthvað skemmtilegt saman eftir vinnu þurfa foreldrar að sjá til þess að börnin læri heima og það valdi togstreitu og pirringi milli foreldra og barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi