fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Birna fékk tvö högg eftir að henni byrjaði að blæða

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, bar vitni nú á tólfta tímanum við aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur. Hann ræddi sérstaklega rannsókn lögreglu á blóðblettum í Kio Rio bifreiðinni.

„Bíllinn lýstist upp eftir lúmínól próf aftur í. Það var búið að þurrka yfir blóðið og því erfitt að rannsaka þetta. Blettirnir halda þó línulegri lögun sinni. Manneskjan fær tvö högg eftir að henni byrjar að blæða, en við erum ekki með heildarmynd af atburðinum,“ sagði Ragnar.

Hann sagði blóðið væri úr vitum en Birna var nefbrotin. „Það voru slettur í loftinu úr því sem slegið var með. Ef þú slærð niður í poll þá koma skvettur í línu upp í loftið þegar höndin eða hluturinn kemur aftur upp,“ sagði Ragnar.

Ragnar sagðist ekki geta sagt til um hvar brotaþoli og gerandi voru staddir í bílnum. „Það virðist vera meira hægra megin í bílnum. Mjög ólíklegt að Nikolaj hafi sloppið við bletti ef hann hefði setið í hægra framsæti. En ekkert fannst á honum,“ sagði Ragnar sem taldi að enginn hefði getað setið í ökumannssætinu heldur.

Verjandi Thomasar spurði hvort gerandi hefði ekki fengið blóð á hendur sínar og sagði Ragnar það líklegt. Verjandi spurði þá hvort blóð hafi fundist á stýrinu eða gírstöng. Ragnar sagðist ekki muna til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi