fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sjómenn ekki sáttir að sjómannamyndin hafi verið fjarlægð: „Hjörleifur ætti að skammast sín“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 16. ágúst 2017 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir sjómenn sem tjá sig í lokuðum hópi sjómanna á Facebook eru á því máli að það sé skammarleg framkoma að það hafi verið málað yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu. Sjómennirnir segja meðal annars að þetta sýni lítilsvirðingu við sjómenn og lýsi fordómum yfirstéttar.

Fréttablaðið greindi fyrst frá því að málað hafi verið yfir listaverkið og RÚV bætti við þá frétt í gær með því að greina frá því að Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi, hafi raunar verið í herferð gegn sjómanninum. Myndin hafði prýtt Sjávarútvegshúsið við Skúlagötu í nærri tvö ár.

Þórólfur Júlían Dagsson, sjómaður og Pírati ásamt öðru, spurði sjómenn álits innan hóps sjómanna á Facebook um hvað þeim þætti um að það hafi verið málað yfir listaverkið. „Ömurlegt og ástæðan sögð kvartanir úr Skuggahverfinu. Er þetta ekki nógu fínt fyrir „skánina“?,“ spurði einn sjómaður og vísaði þar til yfirstéttar sem býr í dýrum íbúðum hverfisins.

Annar sagði þetta lýsandi: „Þetta er bara enn eitt dæmið um lítilsvirðinguna og fyrirlitninguna sem sjómannastéttinni er sýnd. Sjómenn eiga bara að vera ósýnilegir þrælar stórútgerðarinnar með engin réttindi önnur en að borga kostnaðinn af útgerðinni með hluta aflans. Að svona skuli komið fyrir sjómönnum á Íslandi af öllum löndum er grátlegt og sannarlega hneyksli því sannarlega voru það sjómenn sem byggðu undirstöður þess velferðarþjóðfélags sem við búum í í dag.“ Sá þriðji spurði einfaldlega hvaða hryðjuverk ætli komi í staðinn: „Kannski áttaviti fyrir túrista“.

Líkt og RÚV greindi frá í gær þá fór myndin „mikið fyrir brjóstið“ á Hjörleifi. Hann sendi fjölda tölvupósta á byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar og fleiri. Svo mikið barðist Hjörleifur fyrir því að myndin yrði fjarlægð að hann hafði samband við húsvörð Sjávarútvegshússins.

Í samtali við DV segir Þórólfur Júlían að Hjörleifur Guttormsson ætti að skammast sín fyrir að hafa lagt svo mikla áherslu á að listaverkið yrði fjarlægt. „Hann ætti að skammast sín. Þetta er honum ekki til framdráttar. Ég er nokkuð viss um að sjómenn fyrir austan eru ekki ánægðir með fyrrum ráðherra. Sjómennskan er arfleið okkar og við eigum að vera stolt af henni,“ segir Þórólfur Júlían.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi