fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Gísli Marteinn segir ríkisstjórnina í liði með barnaníðing: „Óskiljanlegt að kóa með níðingi“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 15. ágúst 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson hjólar í sína gömlu bandamenn í Sjálfstæðisflokknum á Twitter-síðu sinni vegna máls Robert Downey. Gísli Marteinn segist einfaldlega ekki skilja hvers vegna málið sé gert að flokkspólitísku máli þar sem að ríkisstjórnin er í liði með barnaníðing.

Gísli Marteinn deilir frétt RÚV í gær um furðulegan fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem að fulltrúar meirihlutans ákváðu að kynna sér ekki gögn sem varða uppreist æru Roberts Downey, dæmds kynferðisbrotamanns.

Gísli Marteinn merkir við Hildi Sverrisdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, og skrifar: „Hvaða bull er þetta? @hildursverris varst þú á fundinum? Það er ekki boðlegt að neita að kynna sér gögn.“

Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, svarar fyrir hönd Hildar til að byrja með og vísar á frétt mbl.is.

Því svarar Gísli Marteinn: „Hún svarar já, en ég hef nú séð meira sannfærandi svör frá Hildi. Absúrd málsmeðferð, og virka asnaleg undanbrögð á mig“ og bætir við: „Það er algjörlega ofvaxið mínum skilningi af hverju ríkisstjórnin gerir þetta flokkspólitískt mál, þar sem hún er í liði með barnaníðingi.“

Davíð deilir ekki þessari skoðun Gísla Marteins. „Fáránlegt lýðskrum að segja fólk sem er að vinna faglega og fara að lögum vera í liði með barnaníðingum. Við búum í réttarríki.“ Þá svarar Gísli Marteinn: „Við erum opnara og betra réttarríki ef þetta ferli er allt opið. Óskiljanlegt að kóa með níðingi og stuðningsmönnum hans í leyndinni.“

Davíð endurtekur orð sín um réttarríkið. „Við erum betra réttarríki ef við förum að lögum. Vilji menn breyta þeim þá er það allt önnur umræða sem má ekki taka út frá einu máli.“ En þá svarar Gísli Marteinn um hæl: „En hvers vegna má ekki segja hverjir eru meðmælendur barnaníðingsins? Væri það eitthvað brot á lögum og reglum? Væri það ekki opnara ferli?“

Að lokum svarar Hildur Sverrisdóttir fyrir sínar gjörðir. „Fínt að skoða hvort reglurnar taki breytingum svo þessar upplýsingar verði opinberar. Þangað til reynir maður að fara að réttarríkissreglum,“ skrifar Hildur.

Gísli Marteinn gefur lítið fyrir þessi svör. „Mér finnst blasa við að þetta er yfirvarp til að vernda tiltekna meðmælendur. Réttarríkið er ekki í neinni hættu þótt nöfn þeirra komi fram“ og bætir við: „Og það er ástæða þess að næstum öllum Íslendingum finnst þið vera í feluleik. Ekki af því fólk sé á móti réttarríkinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi