fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Krefjast þess að Óttarr og Þorsteinn bjargi Hugarafli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. ágúst 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir Píratar hafa sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist að komið verði veg fyrir að starfsemi samtakanna Hugarafls, sem sinna þjónustu við fólk með geðraskanir, stöðvist. í ályktuninni segir:

„Ungir Píratar krefjast þess að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra komi í veg fyrir lokun Hugarafls. Við hörmum vanrækslu yfirvalda á þessum mikilvæga málaflokki og nú virðist botninum hafa verið náð. Við gerum þá kröfu að þeim hundruðum sem þurfa á starfi Hugarafls að halda sé sýnd sómasamleg virðing og að þessi hópur fái nauðsynlegan stuðning.

Hugarafl eru samtök notenda geðheilbrigðisþjónustunnar og stærstu samtök utan stofnana sem vinna að þessum málaflokki. Í samtökunum vinnur félagsfólk og starfsfólk á jafningjagrundvelli við að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu og bjóða upp á aðstoð sem byggir á mannlegum gildum, valdeflingu og bataferli. Áætlað er að einungis 1,5 milljón renni til Hugarafls á þessu ári samanborið við 8 milljónir árið áður.

Formaður Hugarafls hefur ítrekað sagt í fjölmiðlum að samtökin glími við mikinn fjárskort og þurfi að öllu óbreyttu að segja upp sínu starfsfólki næstu mánaðarmót. Við lokun Hugarafls munu margir missa ómetanlegan griðarstað sem ekki á sér hliðstæðu innan geðheilbrigðiskerfisins á Íslandi. Starfsemin er mikilvæg, þar sem fólk með geðraskanir mætir fordómaleysi hjá Hugarafli og fær hjálp í annars kostnaðarsömu og takmörkuðu geðheilbrigðiskerfi. Þetta mikilvæga starf þarf að lifa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi