fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bandarísk spennumynd tekin upp í Reykjavík í nótt: Óskað eftir aukaleikurum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. júlí 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekin verður upp ein sena í bandarísku bíómyndinni Spell í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Myndin er þó að mestu leyti tekin upp úti á landi en hún segir frá bandarískum ferðamanni sem haldinn er áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD) og ráfar um óbyggðir Íslands. Hann hefur glatað lyfjunum sínum og gerir sér ekki grein fyrir því hvort svæsnar upplifanir hans stafi af sjúkdómnum eða því að hann sé í raun og veru að uppgötva eitthvað skelfilegt á Íslandi.

Í Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi auglýsir Eyþór Jóvinsson eftir aukaleikurum í tökurnar í nótt og segir að greitt sé fyrir viðvikið.

Leikstjóri myndarinnar er Brendan Walter en aðalhlutverk leikur handritshöfundur myndarinnar, Barak Hardley. Samkvæmt vefnum imbd.com eru flestir leikararnir í myndinni íslenskir og leikur Magnús Jónsson eitt stærsta hlutverkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi