Bandarísk spennumynd tekin upp í Reykjavík í nótt: Óskað eftir aukaleikurum

Tekin verður upp ein sena í bandarísku bíómyndinni Spell í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Myndin er þó að mestu leyti tekin upp úti á landi en hún segir frá bandarískum ferðamanni sem haldinn er áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD) og ráfar um óbyggðir Íslands. Hann hefur glatað lyfjunum sínum og gerir sér ekki grein fyrir því hvort svæsnar upplifanir hans stafi af sjúkdómnum eða því að hann sé í raun og veru að uppgötva eitthvað skelfilegt á Íslandi.

Í Facebook-hópnum Aukaleikarar á Íslandi auglýsir Eyþór Jóvinsson eftir aukaleikurum í tökurnar í nótt og segir að greitt sé fyrir viðvikið.

Leikstjóri myndarinnar er Brendan Walter en aðalhlutverk leikur handritshöfundur myndarinnar, Barak Hardley. Samkvæmt vefnum imbd.com eru flestir leikararnir í myndinni íslenskir og leikur Magnús Jónsson eitt stærsta hlutverkið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.