Margrét ósátt: Þetta glymur í fjóra sólarhringa og maður flýr Reykjavík

Mynd: RÚV skjáskot

„Við höfum reynt að fara út úr bænum en komumst bara ekki í dag, vegna lasleika bóndans, en annars höfum við reynt að vera bara að heiman. Maður flýr bara hreinlega Reykjavík. Ég var komin með rjúkandi höfuðverk í gærkvöldi en maður verður bara pirraður. Núna höfum við í dag reynt að bjarga okkur með því að hafa fótboltann á fullu.“ Þetta sagði Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Laugarnesvegi í viðtali í kvöldfréttum RÚV. Samkvæmt fréttinni eru skiptar skoðanir meðal nágranna tónlistarhátíðarinnar Secret Soltstice um ágæti hátíðarinnar.

„Þetta glymur í fjóra sólarhringa. Það eru allir gluggar lokaðir, hurðir og allt, það glymur húsið samt,“ bætir Margrét við.

Annars íbúi, Edda Holmberg í Teigahverfi, lýsti hins vegar yfir ánægju sinni með framtakið og segist ekki verða fyrir neinu ónæði af hátíðinni, þvert á móti fagni hún því að eitthvað sé gert í Laugardalnum.

Íbúi í Sigtúni segir að sumir hátíðargestir setjist að sumbli í götunni og komi jafnvel fyrir þar útilegugræjum. Einhverjir kasti af sér vatni í húsagörðum og skilji eftir sig rusl.

Sjá nánar á vef RÚV, meðal annars myndskeið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.