fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Otto varð fyrir alvarlegum heilaskaða í Norður-Kóreu

Otto Warmbier opnar augun en virðist ekki meðvitaður um umhverfi sitt

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 16. júní 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Otto Warmbier, bandaríski háskólaneminn sem dæmdur var til fimmtán ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu á síðasta ári, hlaut alvarlegan heilaskaða meðan á refsivistinni stóð.

Eins og greint var frá í vikunni var Otto sleppt úr haldi á dögunum og er hann nú kominn til Bandaríkjanna þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi. Otto var meðvitundarlaus við komuna til Bandaríkjanna og sögðust aðstandendur hans hafa fengið þær upplýsingar frá norðurkóreskum embættismönnum að hann hefði hlotið sperðileitrun eftir að dómur féll í fyrra. Hann hefði fengið svefntöflu og ekki vaknað aftur og raunar legið í dái í um það bil ár.

Washington Post greindi frá því í gærkvöldi að Otto hefði hlotið alvarlegan heilaskaða meðan á refsivistinni í Norður-Kóreu stóð. Læknar sögðust ekki vita hvað hefði valdið heilaskaðanum en sögðu að einkennin væru sambærileg þeim og þegar einstaklingar fá hjartaáfall og blóðflæði til heilans skerðist. Ekkert benti til þess að hann hafi mátt þola barsmíðar.

Hafi hjartastopp valdið heilaskaðanum segja læknar á háskólasjúkrahúsinu í Cincinnati, þar sem Otto dvelur, að ýmislegt hafi getað valdið því. Ein skýring sé mögulega sú að hann hafi fengið of stóran lyfjaskammt af óþekktum lyfjum.

Málið hefur vakið talsverða athygli í Bandaríkjunum enda hefur samband yfirvalda í Washington og Pyongyang verið verið eldfimt upp á síðkastið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hringdi í foreldra Otto á miðvikudagskvöld þar sem hann spurði um líðan sonar þeirra. Þá færði þeim þau skilaboð að bandarísk yfirvöld hafi lagt hart að sér til að vinna að því að honum yrði sleppt.

Læknar vildu ekki ræða um batahorfur við blaðamenn, en Otto hefur gengist undir fjölmargar rannsóknir undanfarna daga. Að sögn Washington Post opnar hann augun endrum og eins en að sögn lækna er ekkert bendir til þess að hann skilji það sem er sagt við hann eða að hann sé meðvitaður um umhverfi sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi