fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Landsmenn orðnir 340 þúsund

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 6. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn voru 340.110 í lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Þetta kom fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á fimmtudag. Karlar eru nokkuð fleiri en konur, eða 172.180 á móti 167.930 konum. Landsmönnum fjölgaði um 1.660 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 218.090 manns en 122.020 utan þess.

Á fyrsta ársfjórðungi 2017 fæddust 940 börn, en 600 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.300 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 130 umfram brottflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.170 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 160 manns á 1. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 330 íslenskir ríkisborgarar af 560 alls. Af þeim 620 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 180 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (210), Noregi (190) og Svíþjóð (80), samtals 490 manns af 680. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 570 til landsins af alls 1.790 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 160 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok fjórða ársfjórðungs bjuggu 31.470 erlendir ríkisborgarar á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi