fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Dularfull hola fannst í Arizona

10 metra djúp og full af rusli

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni fannst dularfull hola nærri smábænum Tonopha í Arizona. Íbúar furða sig á því hvaðan holan kemur og bandarískir fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála. Hector Thompson og móðir hans Michele gengu fram á holuna síðastliðin þriðjudag.

Slysagildra

Mæðginin segja að þrátt fyrir stærð holunnar, sem er 10 metra djúp, hafi engin varúðarskilti eða borðar verið við holuna til að loka svæðinu. Hver sem er hefði þannig getað dottið ofan í hana.

Michele segir í samtali við KTVK að þeim hafi verið mjög brugðið og hringt á lögregluna. Þá segir Hector að hún sé augljóslega mjög gömul og hafi verið full af rusli.

Vissu af holunni

Lóðin, sem holan er á, var í eigu Flugmálastofnunar Bandaríkjanna á sjötta áratugnum en er nú í umsjá stofnunar (BLM) sem sér um að viðhalda landsvæðum í eigu ríkisins.

Í frekari fréttum um málið hefur komið í ljós að Flugmálastofnunin vissi af holunni en enginn virðist þó vita af hverju hún var steypt og í hvað hún er notuð.

Þá þykir það nokkuð merkilegt að enginn íbúi á svæðinu hafi áður gengið fram á holuna. Í gær var fyllt upp í holuna með steypu til að koma í veg fyrir slys á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns