fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mál íslenskrar fjölskyldu vekur reiði í Indlandi: Eiginkonan neydd til þess að lyfta upp kjól sínum

Konan, Shruti Basappa, býr hérlendis ásamt íslenskum eiginmanni sínum

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 3. apríl 2017 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál indverskrar konu, sem er gift íslenskum manni og er búsett hérlendis, hefur vakið mikla athygli og reiði á Indlandi. Konan, sem heitir Shruti Basappa, var stödd á flugvellinum í Frankfurt þegar hún var tekin afsíðis af öryggisvörðum. Kröfðust þeir þess að hún myndi lyfta upp kjól sínum til þess að þeir gætu gengið úr skugga um að konan leyndi ekki neinu undir kjólnum. RÚV greinir frá.

Fram kemur að Shruti hafi verið á leiðinni til Íslands frá Indlandi ásamt eiginmanni sínum, Eini Hlé Einarssyni og fjögurra ára dóttur þeirra. Shruti skrifaði um reynslu sína á Facebook-síðu sína þar sem hún greindi frá því að hún væri alltaf tekin í öryggisleit á flugvöllum. Velti hún því upp að líklega væri það útaf húðlit hennar því að eiginmaður hennar væri aldrei stoppaður þegar þau ferðuðust saman.

Indverskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið. Í umfjöllun NDTV sjónvarpstöðvarinnar í Nýju Delhi kemur fram að Shruti hafi sent formlega kvörtun til flugvallarins og þá hafi Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, óskað eftir skýrslu frá konsúlnum í Frankfurt um atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi