fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Manuela Ósk hrakin af Snapchat: „Ég er alls ekki fullkomin“

Sökuð um líkamssmánun – „Mig langar ekki að deila því sem ég er að gera og deila börnunum mínum“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er alls ekki fullkomin og mjög langt frá því að vera fullkomin og segi oft einhverja bölvaða vitleysu. En ég get allavega stolt sagt frá því að ég er ekki inni á einhverri grúppu sem stundar persónuleg niðurrif á aðrar íslenskar konur,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir í einlægri færslu á Snapchat í gær. Manuela hefur undanfarið misseri verið einn vinsælasti „snappari“ landsins og skipta fylgjendur hennar á samfélagsmiðlinum tugum þúsunda. Manúela hefur hins vegar séð sig knúna til að loka fyrir opinn aðgang að reikningi sínum eftir að hatrömm umræða skapaðist um hana inni á fésbókarhópnum Vonda systir. Almenningur mun því ekki lengur hafa tækifæri til þess að fylgjast með daglegu lífi hennar og störfum.

Hátt í 10 þúsund íslenskar konur eru meðlimir í facebookhópunm Vonda systir en í lýsingu á hópnum kemur eftirfarandi
fram:

„Vonda systir er staður þar sem tussur og tíkur geta hist, drullað yfir það sem þeim líkar ekki og baktalað leiðilegt fólk ef svo ber undir. Öll skítakomment leyfileg.“

Forsaga málsins er sú að færsla var birt á facebooksíðu hópsins sem innihélt tvö skjáskot af Snapchat reikningi Manuelu en þar tjáði Manuela sig um vaxtarlag raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian. Lét Manuela meðal annars þau orð falla að Kim væri búin að taka óeðlilegar öfgar of langt. „Þetta er ekki hennar náttúrulega form og þess vegna finnst mér hún „afmynduð“,“ ritaði Manúela meðal annars.

Ummæli Manuelu vöktu hörð viðbrögð innan hópsins og var hún meðal annars sökum um líkamssmánun („body shaming“) og hræsni. Var meðal annars vakin athygli á því að ekki fyrir nokkrum vikum tjáði Manuela sig sjálf um svokallaða líkamssmánun á Snapchat og brýndi fyrir því að allir líkamar ættu rétt á sér.

Erfitt að berjast við glansmyndirnar

Í færslu á Snapchat sem birtist í gær tilkynnti Manuela að hún ætlaði héðan í frá að loka fyrir aðgang að reikningi sínum. Hún mun þó áfram nota Snapchat til að hafa samband við vini og vandamenn, en hyggst velja af kostgæfni hverjir fá að fylgjast með daglegu lífi hennar.

„Sú staðreynd að það sé til grúppa sem heitir Vonda systir (með augljóslega einn tilgang) útrýmdi löngun minni til að halda áfram að deila lífi mínu á samfélagsmiðlum. Takk fyrir samfylgdina,“ ritaði Manuela og bætti við á öðrum stað:

„Varðandi þessa umræðu sem er í gangi inni á þessari viðbjóðslegu síðu, afsakið, ég bara skil ekki hvað fólk er að gera inni á svona síðu.“

„Mig langar ekki að deila því sem ég er að gera og deila börnunum mínum. Mig langar ekki að deila draumunum mínum, mig bara langar það ekki lengur“ sagði Manúela meðal annars í umræddri Snapchat færslu í gær.
„Mig langar ekki að deila því sem ég er að gera og deila börnunum mínum. Mig langar ekki að deila draumunum mínum, mig bara langar það ekki lengur“ sagði Manúela meðal annars í umræddri Snapchat færslu í gær.

Þá bætti Manuela við að „body shaming“ ætti aldrei rétt á sér og það væri ekki hennar að dæma útlit annarra.

„Það er ekki mitt að dæma um það hvað Kim Kardashian eða einhver önnur kona kýs að gera við líkama sinn. Það eina sem snertir mig eru óraunhæfar kröfur til kvenfólks og til ungra stelpna af því að það er eitthvað sem allar stelpur hafa þurft að díla við og ég hef þurft að díla við.“

Þá benti hún á að með umræddri færslu um Kim Kardashian hefði hún fyrst og fremst viljað vekja athygli á þeim óraunhæfu útlitskröfum sem settar eru á ungar konur í nútímasamfélagi.

„Það er oft erfitt fyrir ungar konur, meira segja fyrir mig sem er 33 ára, að berjast við þessar glansmyndir og þessar kröfur sem eru gerðar. Vissulega var þessi póstur settur inn í flýti en mér líður oft þegar ég er að tala við ykkur eins og ég sé að tala við vinkonur mínar.“

Á öðrum stað sagði Manuela: „Þetta er ekki eðlilegt, og þetta er of mikið, þetta eru of miklar öfgar, að mínu mati en auðvitað á ég ekki að dæma, það er ekki mitt að dæma. Það eina sem skiptir mig máli er að mér finnst verið að gefa röng skilaboð. Mér finnst verið að gefa þau skilaboð að þú getir mögulega alveg litið svona út og eigir kannski bara að líta svona út og að það sé bara ógeðslega eðlilegt.“

„Mig langar ekki að deila því sem ég er að gera og deila börnunum mínum. Mig langar ekki að deila draumunum mínum, mig bara langar það ekki lengur. Út af því að mér leið eins og ég væri að tala við vinkonur mínar en núna líður mér bara eins og ég sé að tala við einhverja sem vilja mér ekki einu sinni vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi