fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sölusíður í ólagi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 22. apríl 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villandi tilboðsverð og upplýsingaskortur á vefsíðum fyrirtækja sem selja flugelda var áberandi í kringum síðustu áramót, að mati Neytendastofu. Eftir að hafa fengið ábendingar vegna útsölu hjá flugeldasölum kannaði Neytendastofa sölusíður og auglýsingar fjölda aðila á flugeldamarkaðnum.

„Neytendastofa lauk málum gagnvart sölusíðunum Gullborg, Alvöru flugeldar, Súperflugeldar, Stjörnuljós.is, Flugeldakaup.is og Flugeldasala.is með ákvörðun. Ákvarðanirnar fjölluðu ýmist um villandi tilboðsverð eða upplýsingaskort á vefsíðum fyrirtækjanna. Beindi Neytendastofa því til fyrirtækjanna að laga viðskiptahætti sína fyrir næsta sölutímabil að viðlögðum sektum,“ segir í frétt á vef Neytendastofu.

Minnt er á að þegar verið er að selja vörur á netinu sé mikilvægt að seljendur gefi fullnægjandi upplýsingar. Neytendur eigi að geta auðveldlega séð frá hvaða aðila þeir eru að kaupa vöruna og því eigi að koma fram allar upplýsingar um seljanda til dæmis nafn, kennitala, heimilisfang, virðisaukaskattnúmer og fleira. Einnig þurfi að koma fram upplýsingar um vörurnar þar sem neytendur sjá ekki vöruna þegar hún er keypt heldur aðeins þær upplýsingar sem koma fram á sölusíðunum.

„Þar sem sölutímabil flugelda er stutt eða frá 28. desember til 6. janúar er oft erfiðara fyrir flugeldasala að bjóða afslátt eða kynningartilboð. Sömu reglur gilda um markaðssetningu hvort sem varan er seld í stuttan tíma eins og með flugelda eða hvort um sé að ræða vöru sem seld er allt árið. Vara verður að hafa verið seld á því verði sem auglýst er sem fyrra verð. Neytendastofa mun halda áfram að fylgjast með auglýsingum flugeldasala á næsta sölutímabili til þess að tryggja eðlilega viðskiptahætti gagnvart neytendum,“ segir í frétt Neytendastofu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi