fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stór lofsteinnn fer framhjá Jörðinni í dag

Svona stór loftsteinn hefur ekki komið nærri Jörðinni undanfarin 13 á

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinninn JO25 mun þjóta framhjá Jörðinni í dag á leið sinni um himingeiminn. Loftsteinninn er nokkuð stór að mati stjarnvísindamanna eða 600 til 1.400 metrar að þvermáli. Hann mun fara framhjá Jörðinní um 1,7 milljón kílómetra fjarlægð en það er fimm sinnum fjær Jörðinni en tunglið okkar.

Margir áhugamenn um stjörnufræði munu væntanlega beina sjónaukum sínum til himins í kvöld og jafnvel annað kvöld en vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, segja að hægt verði að sjá JO25 með sjónaukum þessi tvö kvöld. Ekki verður hægt að sjá hann með berum augum.

Svona stór loftsteinn hefur ekki komið nærri Jörðinni undanfarin 13 ár. Það er þó hægt að halda ró sinni því engar líkur eru á að hann lendi í árekstri við Jörðina að sögn NASA.

Á vef Sky-fréttastofunnar er haft eftir Davide Farnocchia, hjá NASA, að þar á bæ sé vel fylgst með loftsteinum og brautum þeirra. Til dæmis sé vitað að loftsteinninn 1999 AN10 muni koma mjög nærri Jörðinni 2027 en hann mun fara hjá í um 400.000 km fjarlægð. Sá loftsteinn er um 800 metrar að þvermáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi