fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Neitaði að gefa syni sínum brjóst þar sem hann „lítur út eins og geimvera“

Þorpsbúar telja hann vera Hindúa-guðinn Hanuman

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 22. mars 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin fjögurra barna móðir, Khalida Bagum, eignaðist á dögunum son sem er nokkuð ólíkur systkinum sínum. Drengurinn, sem hefur enn ekki fengið nafn, er með gríðarlega sjaldgæfan genagalla sem gerir að verkum að húð barnsins verður þykk og útlitið afmyndað. Þá er drengurinn einnig með alvarlegan fæðingargalla sem kallast Anencephaly.

Það þýðir að heilinn þorskast ekki fullkomlega og leiðir yfirleitt til dauða skömmu eftir fæðingu.

Þorpsbúar í þorpinu Kadamgachi í Kathiahar héraði á Indlandi, þar sem drengurinn fæddist, flykkjast nú að til að skoða barnið. Þeir trúa því að hann sé persónugervingur Hindúa-guðsins Hanuman.

Khalida kveðst í samtali við indverska fjölmiðla hafa verið mjög brugðið þegar hún sá son sinn í fyrsta skipti.

„Ég trúði ekki ég hefði fætt son sem lítur út eins og geimvera. Þetta fékk svo á mig að ég bað ljósmóðurina um að fara með barnið út úr herberginu.“

Lífslíkur hans eru ekki miklar
Er afmyndaður vegna fæðingargalla Lífslíkur hans eru ekki miklar

Þá segir hún:

„Hin börnin mín eru alheilbrigð. Þess vegna tók það mig nokkra stund að koma yfir áfallið.“ Faðir drengsins hefur einnig tekið veikindum sonarins með stóískri ró. Meðal annars sagði hann í viðtali að mögulega hefði drengurinn verið sendur til þeirra til að vera sýningargripur.

Nokkrum klukkustundum síðar, þegar hún var búin að jafna sig, setti hún barnið á brjóst og ætlar að njóta tímans sem eftir er. Ekki er talið að drengurinn muni lifa nema í mesta lagi nokkra daga til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi