fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sofandi ferðamenn rændir fyrir framan Perluna

Kona afklæddi sig á veitingastað í Bankastræti

Kristín Clausen
Föstudaginn 24. febrúar 2017 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um ölvað par sem var til vandræða við veitingastað í Bankastræti þar sem þau höfðu ráðist á dyravörð. Konunni hafði verið vísað út af veitingastaðnum eftir að hún fór að afklæðast þar inni.

Þegar dyraverðir voru að fylgja konunni út þá sló hún dyravörð en maðurinn mun hafa sparkað í dyravörðinn.

Á vettvangi sló konan einnig lögreglumann með krepptum hnefa í andlitið. Þá var ekki farið að fyrirmælum lögreglu á vettvangi og hafði parið í hótunum við lögreglumenn varðandi að skaða lögreglumenn síðar og fjölskyldur þeirra. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

600 þúsund króna myndavél stolið

Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið á bifreiðastæði við Perluna. Erlent par ( ferðamenn ), höfðu verið sofandi í bílaleigubílnum sínum á bifreiðastæði við Perluna þegar þau vakna við að hliðarrúða, ökumanns, er brotin og maður teygir sig í aftursætið og tekur þaðan 600.000 króna myndavél í myndavélatösku.

Maðurinn sest síðan upp í aðra bifreið og ekur í burt. Ferðamennirnir fljúga frá Íslandi næstkomandi laugardag eftir 11 daga ferðalag um Ísland. Myndavélin er ótryggð og þau eru með 350.000 króna sjálfsábyrgð á bílaleigubifreiðinni. Þó fannst þeim verst að hafa misst allar ljósmyndirnar úr ferðinni sem voru í myndavélinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi