fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bjóða hálfa milljón í fundarlaun fyrir stolin verk Karólínu

Sjö málverkum eftir listakonuna var stolið úr geymslu um jólin

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Málverkin eru okkur mjög kær og við vonum að sú ákvörðun okkar að bjóða fundarlaun leiði til þess að við endurheimtum verkin,“ segir Stephen Lárus Stephen, sonur listakonunnar Karólínu Lárusdóttur, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Um jólin var sjö málverkum, sem Karólína hafði unnið að, stolið úr geymslu við Vatnsstíg í Reykjavík, en talið er að verkunum hafi verið stolið á tímabilinu 23. til 28. desember. Verkin voru ókláruð en í frétt RÚV í byrjun janúar kom fram að innbrotsþjófarnir hafi brotið upp hurð og virst hafa borið sig fagmannlega að við þjófnaðinn.

Stephen sagði við RÚV að svo virðist vera sem þjófurinn eða þjófarnir hafi eingöngu haft áhuga á verkum Karólínu. Þannig hafi þeir ekki litið við öðrum verðmætum sem voru í geymslunni.

Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að fjölskylda Karólínu hafi ákveðið að bjóða 500 þúsund krónur í verðlaun sem leiða til þess að verkin endurheimtist.

Karólína hafði unnið að verkunum þegar hún fékk heilablóðfall árið 2013, en hún hefur verið óvinnufær síðan. Verkin eru ómerkt og ókláruð.

Í frétt RÚV í janúar kom fram að eitt verkanna hafi sýnt barnabörn Karólínu og því hafi verkin ákveðin tilfinningagildi. Stephen segir í Morgunblaðinu í dag margar vísbendingar hefðu borist en þrátt fyrir það hefðu verkin ekki fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi