Fréttir

Árni Johnsen selur húsið sitt

Auður Ösp skrifar
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 13:30

Árni Johnsen, fyrrverandi Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins býður einbýlishús sitt við Elliðárdal á sölu. Um er að ræða 350 fermetra eign frá árinu 1979 en kaupverðið er tæpar 95 milljónir.

Í auglýsingu á fasteignavef mbl sem skráð var á vefinn í nóvember síðastliðnum, kemur fram að að húsið sé á tveimur hæðum og standi á „frábærum útsýnisstað við Elliðaárdalinn.“ Á efri hæð hússins eru forstofa, mjög stórar þrjár samliggjandi stofur, tvö rúmgóð herbergi, baðherbergi og eldhús og á neðri hæð hússins eru hol, hjónaherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, geymsla, stórt fjölskyldurými.

Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is

Þá er einnig 90 fermetra, þriggja herbergja íbúð með sér inngangi á neðri hæð hússins en fram kemur í auglýsingu að auðvelt sé að sameina íbúðina og húsið.

Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is
Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is

Umrætt hús Árna hefur áður verið auglýst til sölu árið 2014. Þá vakti athygli að húsið væri skráð í Fasteignaskrá um 100 fermetrum minna en það er í raun og veru, en í skránni var ekki getið til um íbúðina á neðri hæðinni. Fram kom að sonur Árna hefði búið í íbúðinni, sem væri ósamþykkt.

„Ég veit ekkert um þetta. Mér skilst að þetta sé algengt,“ sagði Árni í samtali við Vísi á sínum tíma, aðspurður hvort það stangaðist ekki á við lög að skrá eign minni en hún er í raun og veru. Hægt er að spara talsverðar fjárhæðir með því að vera með með ósamþykkta íbúð, sem er ekki inni í fasteignamati hússins, en fasteigangjöld af 90 fermetra eign eru rúmlega 75 þúsund krónur á ári.

Í fasteignaauglýsingunni kemur einnig fram að ufirbyggð steypt bomanite verönd er á milli húss og bílskúrs, skjólsæl og með hitalögnum. Steypt bomanite stétt fyrir framan húsið með hitalögnum undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af