fbpx
Fréttir

Margrét Erla og Páll Óskar segja Agli, Jakobi og Hannesi til syndanna: „Ef þær gæfu út goodshit erótíska mynd“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 4. desember 2017 13:20

Fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack gagnrýnir Egil Einarsson, eða Gillz eins og hann var oft nefndur, harðlega í stöðufærslu á Facebook. Hún rifjar upp texta úr einni bóka hans þar sem hún og önnur fjölmiðlakona, Elsa María Jakobsdóttir, eru hvattar til að leka nektarmyndbandi. Í athugasemdum er rifjað upp að Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, hafi ritstýrt þessum bókum en félag í eigu Sjálfstæðismanna hafi gefið þær út.

Textinn sem Margrét Erla gagnrýnir hljóðar svo: „[…] Ef Margrét Erla Maack og Elsa María Jakobsdóttir myndu splæsa í eitt rándýrt hálftíma vídjó og leka því myndu þær báðar verða töluvert vinsælli fjölmiðlakonur, að ekki sé nú talað um meðal fjölmiðlamanna, en þær eru nú. Hugsanlega veit einn af hverjum hundrað hverjar þessar stelpur eru, en það myndi hver og einn einasti maður á Íslandi þekkja þær og fylgjast með þeim af miklum áhuga ef þær gæfu út goodshit erótíska mynd. Ekki myndi skemma ef Kristinn Hrafnsson, hinn grásprengdi talsmaður Wikileaks, væri að gefa þeim einn af gamla skólanum.“

Margrét segir að bækur Egils hafi einfaldlega verið sorp. „Egill Einarsson, skáld, fjölmiðlamaður, líkamsræktarfrömuður og fyrirmynd skrifaði þetta um mig og vini mína einu sinni, 2010 eða 2011 held ég. Þetta gerpi gaf út FJÓRAR bækur. Fjórar. FJÓRAR. Fullt af fólki ræddi þetta þá – að þessar bækur væru sorp og þar væri að finna alls konar ógeð. Það fólk var að sjálfsögðu vænt um húmorsleysi og að vera með hárug rassgöt,“ skrifar Margrét Erla.

Þórhildur Ólafsdóttir, útvarpskona á RÚV, spyr hver hafi gefið þessar bækur út og því er svarað í athugasemd að það hafi verið Almenna bókafélagið. Það félag var fyrst og fremst í eigu þriggja Sjálfstæðismanna, samkvæmt frétt Stundarinnar frá því í fyrra. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor átti helmingshlut í gegnum annað félag, Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri sem var dæmdur fyrir innherjasvik, átti 25 prósenta hlut og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, átti 20 prósenta hlut í útgáfufélaginu.

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar bendir svo á að blaðamaðurinn Jakob Bjarnar, sem hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera andstæðingur femínisma, hafi ritstýrt bókunum. „Jakob Bjarnar. Hulduhöfundur með í anda. Maður finnur fyrir nálægð hans í þessum textum,“ skrifar Páll Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands

Pakistani í haldi grunaður um að hafa flutt inn tugi manns til Íslands
Fyrir 21 klukkutímum

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra

5 stjórnmálamenn sem gætu leikið betur en Dóra
Fréttir
Í gær

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“

Fékk 50 þúsund greiddar fyrir þrjú störf hjá Reykjavíkurborg: „Mér var sagt að þau höfðu gleymt sér“
Fréttir
Í gær

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“
Fréttir
Í gær

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV

Kristinn Haukur ráðinn fréttastjóri hjá DV
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“

Reykjavíkurborg greiddi 700 þúsund fyrir „ýmislegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“

Pála beið í 10 ár eftir íbúð: Hefur þurft að flytja 35 sinnum – „Ég skil ekki tilganginn með þessu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“