fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Margrét Erla og Páll Óskar segja Agli, Jakobi og Hannesi til syndanna: „Ef þær gæfu út goodshit erótíska mynd“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 4. desember 2017 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack gagnrýnir Egil Einarsson, eða Gillz eins og hann var oft nefndur, harðlega í stöðufærslu á Facebook. Hún rifjar upp texta úr einni bóka hans þar sem hún og önnur fjölmiðlakona, Elsa María Jakobsdóttir, eru hvattar til að leka nektarmyndbandi. Í athugasemdum er rifjað upp að Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, hafi ritstýrt þessum bókum en félag í eigu Sjálfstæðismanna hafi gefið þær út.

Textinn sem Margrét Erla gagnrýnir hljóðar svo: „[…] Ef Margrét Erla Maack og Elsa María Jakobsdóttir myndu splæsa í eitt rándýrt hálftíma vídjó og leka því myndu þær báðar verða töluvert vinsælli fjölmiðlakonur, að ekki sé nú talað um meðal fjölmiðlamanna, en þær eru nú. Hugsanlega veit einn af hverjum hundrað hverjar þessar stelpur eru, en það myndi hver og einn einasti maður á Íslandi þekkja þær og fylgjast með þeim af miklum áhuga ef þær gæfu út goodshit erótíska mynd. Ekki myndi skemma ef Kristinn Hrafnsson, hinn grásprengdi talsmaður Wikileaks, væri að gefa þeim einn af gamla skólanum.“

Margrét segir að bækur Egils hafi einfaldlega verið sorp. „Egill Einarsson, skáld, fjölmiðlamaður, líkamsræktarfrömuður og fyrirmynd skrifaði þetta um mig og vini mína einu sinni, 2010 eða 2011 held ég. Þetta gerpi gaf út FJÓRAR bækur. Fjórar. FJÓRAR. Fullt af fólki ræddi þetta þá – að þessar bækur væru sorp og þar væri að finna alls konar ógeð. Það fólk var að sjálfsögðu vænt um húmorsleysi og að vera með hárug rassgöt,“ skrifar Margrét Erla.

Þórhildur Ólafsdóttir, útvarpskona á RÚV, spyr hver hafi gefið þessar bækur út og því er svarað í athugasemd að það hafi verið Almenna bókafélagið. Það félag var fyrst og fremst í eigu þriggja Sjálfstæðismanna, samkvæmt frétt Stundarinnar frá því í fyrra. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor átti helmingshlut í gegnum annað félag, Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri sem var dæmdur fyrir innherjasvik, átti 25 prósenta hlut og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, átti 20 prósenta hlut í útgáfufélaginu.

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar bendir svo á að blaðamaðurinn Jakob Bjarnar, sem hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera andstæðingur femínisma, hafi ritstýrt bókunum. „Jakob Bjarnar. Hulduhöfundur með í anda. Maður finnur fyrir nálægð hans í þessum textum,“ skrifar Páll Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi