fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sýður á Vilhjálmi: Viðbjóður! „Nú er græðgisvæðingin að ná heljartökum á þessum mönnum að nýju!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig geta þessir aðilar misboðið siðferðis- og réttlætiskennd þjóðarinnar enn og aftur en núna á að „gefa“ níu stjórnendum samtals 550 milljónir eða sem nemur 60 milljónum á mann!“

Þetta segir verkalýðsforinginn Vilhjálmur Birgisson í pistli á Pressunni. Deilir Vilhjálmur frétt Fréttablaðsins þar sem greint er frá að Stjórnendur og stjórnarmenn Klakka, eignarhaldsfélags sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, eigi möguleika á samanlagt 550 milljónum í bónus vegna sölu á Lykli og annarra eigna sem hafa verið seldar síðustu ár. Íslenskir lífeyrissjóðir , LSR, Gildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og birta eiga samtals sex prósenta hlut í Klakka. Í frétt Fréttablaðsins kemur einnig fram að stjórn félagsins samþykkti fyrr í vikunni kaupaukakerfi sem fjórir Íslendingar myndu þá græða verulega á. Í þeim hópi er forstjórinn Magnús Scheving Thorsteinsson.

Vilhjálmur er illur yfir þessum tíðindum og gagnrýnir fyrirkomulagið harðlega. Vilhjálmur segir:

„Það er rétt að geta þess að Klakki hét áður Exista en var yfirtekið af kröfuhöfum við samþykkt nauðasamninga í árslok 2010. Munum líka að Saga Existu, nú Klakki, Lykils, áður Lýsingu, skildi eftir sig spor eyðileggingar og mikla angist hjá þúsundum Íslendinga.“

Þá segir Vilhjálmur að íslenskir sjóðsfélagar hafi tapað 170 milljörðum vegna félaga sem tengdust Exista. Það hafi komið fram í rannsóknarskýrslu sem gerð var um tap lífeyrissjóðanna vegna hrunsins.

„Þvílíkur viðbjóður er þetta allt sem lýtur að fjármálaelítunni í þessu landi en nú er græðgisvæðingin að ná heljartökum á þessum mönnum að nýju!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi