Fréttir

Urðu fyrir eldingu og létust

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 20:30

Eldingaveður á eyjunni Bali í Indónesíu varð tveimur brimbrettaköppum að bana í vikunni. Annar mannanna, Denis Dasoul, var fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu en hinn var brimbrettakennari.

Dasoul og kennarinn voru við brimbrettaiðkun við Kuta Beach þegar eldingu laust niður. Svo virðist vera sem eldinginn hafi lent í þeim báðum. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir voru úrskurðaðir látnir skömmu síðar.

Dasoul, sem var Belgi, spilaði knattspyrnu á sínum yngri árum og var hann um tíma samningsbundinn liðum á borð við RC Genk, Antwerp og ítalska liðinu Foggia. Hann lagði skóna á hilluna árið 2011 og var búsettur í Ástralíu þegar hann lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 8 klukkutímum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“
í gær

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt
Fréttir
í gær

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir