Urðu fyrir eldingu og létust

Eldingaveður á eyjunni Bali í Indónesíu varð tveimur brimbrettaköppum að bana í vikunni. Annar mannanna, Denis Dasoul, var fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu en hinn var brimbrettakennari.

Dasoul og kennarinn voru við brimbrettaiðkun við Kuta Beach þegar eldingu laust niður. Svo virðist vera sem eldinginn hafi lent í þeim báðum. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir voru úrskurðaðir látnir skömmu síðar.

Dasoul, sem var Belgi, spilaði knattspyrnu á sínum yngri árum og var hann um tíma samningsbundinn liðum á borð við RC Genk, Antwerp og ítalska liðinu Foggia. Hann lagði skóna á hilluna árið 2011 og var búsettur í Ástralíu þegar hann lést.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.