fbpx
Fréttir

Urðu fyrir eldingu og létust

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 20:30

Eldingaveður á eyjunni Bali í Indónesíu varð tveimur brimbrettaköppum að bana í vikunni. Annar mannanna, Denis Dasoul, var fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu en hinn var brimbrettakennari.

Dasoul og kennarinn voru við brimbrettaiðkun við Kuta Beach þegar eldingu laust niður. Svo virðist vera sem eldinginn hafi lent í þeim báðum. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir voru úrskurðaðir látnir skömmu síðar.

Dasoul, sem var Belgi, spilaði knattspyrnu á sínum yngri árum og var hann um tíma samningsbundinn liðum á borð við RC Genk, Antwerp og ítalska liðinu Foggia. Hann lagði skóna á hilluna árið 2011 og var búsettur í Ástralíu þegar hann lést.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni

Gripinn í Leifsstöð með kíló af kókaíni
Í gær

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“

Sigmundur Davíð hætti að líta á mat sem hápunkt dagsins og missti 30 kíló: „Borða helst ekki nema ég neyðist til þess“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“

Svikamylla á Bland fór úr böndunum – Barði móður einhverfs pilts í Reykjavík „Ef þú klúðrar þessu strákur, drep ég þig“