Fréttir

Ótrúlegar myndir: Sviðsetti dauða sinn til að sanna að eiginkonan vildi hann feigan

Eiginkonan taldi sig hafa ráðið leigumorðingja – Raunin var eilítið önnur – 20 ára fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 14:15

Óhætt er að segja að boxþjálfarinn Ramon Sosa í Houston í Bandaríkjunum hafi lagt á sig talsverðra vinnu til að sanna að eiginkona hans, Maria, vildi koma honum fyrir kattarnef. Einn liður í þeirri áætlun var að sviðsetja eigin dauða í bókstaflegri merkingu. Mail Online fjallaði um þetta óvenjulega mál á vef sínum.

Gamall kunningi hefur samband

Forsaga málsins er sú að maður að nafni Gustavo hafði samband við Ramon árið 2015. Gustavo þessi var gamall kunningi Ramon enda hafði Ramon þjálfað hann í boxi á árum áður.

Ástæða þess að Gustavo hafði samband var sú að eiginkona Ramon, Maria, bauð honum sem nemur rúmum 200 þúsund krónum til að myrða Gustavo eða finna einhvern til verksins. Þess skal getið að Maria vissi ekki að þeir tveir þekktust og hafði haft spurnir að því að Gustavo myndi hugsanlega taka verkefni eins og þetta að sér eða finna einhvern til þess. Raunin varð þó önnur.

Taldi sig hafa dottið í lukkupottinn

Þeir félagar fóru þess í stað til lögreglu og til að afla sönnunargagna var brugðið á það ráð að sviðsetja morðið. „Við settum saman áætlun. Hann átti að vera með upptökutæki á sér og ná því á upptöku þegar hún bauð honum peninga fyrir morðið,“ segir Ramon sem bætir við að þeir hafi síðan farið með upptökurnar til lögreglunnar í Houston.

Þau hjónin kynntust árið 2007 og taldi Ramon sig hafa dottið í lukkupottinn þegar hann kynntist Mariu á næturklúbbi. Ramon var fráskilinn þriggja barna faðir og bað hann Mariu að kvænast sér árið 2010. Þau ráku saman líkamsræktarstöð sem gekk vel til að byrja með en síðan fór að halla undan fæti. Það var svo árið 2015 að Maria tjáði eiginmanni sínum að hún vildi skilnað.

„Að liggja í drullunni og þykjast vera dáinn var hræðilegt.“

Erfitt að leggjast í grunna gröf

Það var svo skömmu síðar að Gustavo hafði samband við hann og sagði honum að eiginkonan vildi koma honum fyrir kattarnef. Ramon var skiljanlega mjög brugðið og taldi í fyrstu að hann væri að grínast. Síðan kom á daginn að honum var dauðans alvara. Eftir að Gustavo hitti Mariu og ræddi málin við hana sagðist hann þekkja tvo leigumorðingja sem væru tilbúnir að taka verkefnið að sér. Gustavo og Ramon fóru til lögreglunnar sem stakk upp á því að Ramon sviðsetti dauða sinn.

„Þeir báðu mig um að þykjast vera dáinn svo það væri hægt að sýna Mariu myndirnar,“ segir hann. Með dyggri aðstoð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, fór Ramon til förðunarsérfræðings sem farðaði skotsár á höfuð hans. Hann var síðan látinn leggjast í grunna gröf áður en myndir voru teknar. „Að liggja í drullunni og þykjast vera dáinn var hræðilegt,“ segir Ramon.

Ramon var síðan ekið á hótel þar sem hann dvaldi innilokaður í þrjá langa daga. Í millitíðinni fékk Maria að sjá myndirnar frá meintum leigumorðingja, sem í raun var lögreglumaður, og eftirleikurinn var tiltölulega auðveldur fyrir lögreglu og saksóknara.

Svo fór að Maria var dæmd í tuttugu ára fangelsi í fyrrahaust. Hún játaði að hafa lagt á ráðin um morðið og átti sér engar málsbætur. „Hún var mjög þögul í dómsal en réttlætinu var fullnægt. Ég get ekki sagt að þetta hafi ekki haft nein áhrif á mig til framtíðar. Ég er mjög breyttur maður,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fólkið á bak við velgengni strákanna

Fólkið á bak við velgengni strákanna
Fréttir
Í gær

Ráðist á mann með hamri

Ráðist á mann með hamri
Fréttir
Í gær

Ari Jósepsson sendir strákunum okkar góða strauma og heldur í vonina: „Annars er sumarið ónýtt sko“

Ari Jósepsson sendir strákunum okkar góða strauma og heldur í vonina: „Annars er sumarið ónýtt sko“
Fréttir
Í gær

Logi Bergmann útskrifaðist úr stjórnmálafræðinni 25 árum eftir að hann hóf nám

Logi Bergmann útskrifaðist úr stjórnmálafræðinni 25 árum eftir að hann hóf nám
Fréttir
Í gær

Lögreglan hafði í nógu að snúast á tónlistarhátíðin Secret Solstice – Tugir fíkniefnamála

Lögreglan hafði í nógu að snúast á tónlistarhátíðin Secret Solstice – Tugir fíkniefnamála
Fréttir
Í gær

Íslendingar kaupglaðari vegna HM

Íslendingar kaupglaðari vegna HM
Fréttir
Í gær

Skógjöf Íslendinga afhent til SOS barnaþorpa í Nígeríu daginn fyrir leik liðanna á HM

Skógjöf Íslendinga afhent til SOS barnaþorpa í Nígeríu daginn fyrir leik liðanna á HM