Fréttir

60 þúsund marseruðu fyrir „hvíta Evrópu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. nóvember 2017 15:40

Um 60 þúsund þjóðernissinnar og meðlimir hægri öfgahópa gengu saman um Varsjá í Póllandi á laugardaginn. Margir þeirra sem mættu í gönguna voru með fasista tákn, áróðursborða, fána og rauð blys.

Þátttakendur göngunnar hrópuðu þjóðernissinnuð slagorð eins og „hreint blóð,“ „hvítt Pólland“ og „hreint Pólland.“ Kynþáttahatur var áberandi. (NBC)[https://www.nbcnews.com/news/world/60-000-join-far-right-march-poland-s-independence-day-n820006] greinir frá.

Sjálfstæðisdagur Póllands var á laugardaginn og var gangan haldin sama dag. Í stað þess að dagurinn einkenndist af hátíðarhöldum þar sem sögu þjóðarinnar væri fagnað þá var deginum rænt af þessum umdeilda öfgahópi.

Ræðuhaldarar lögðu áherslu á mikilvægi þess að vera á móti frjálslyndum og verja pólsk kristin gildi. Í ræðunum kom einnig fram mikil andúð á íslam.

„[Atburðurinn] var falleg sjón. Við erum stolt að svona margir Pólverjar hafi ákveðið að taka þátt í hátíðarhöldum sem tengjast sjálfstæðisdeginum,“ sagði innanríkisráðherra Póllands Mariusz Blaszczak. Mariusz er einnig meðlimur hægri flokksins Lög og réttlæti.

Gangan var kölluð „hin mikla ganga föðurlandsvina“ í ríkissjónvarpi Póllands. Þar kom einnig fram að þeir sem sóttu gönguna væru mestmegins venjulegir Pólverjar sem elskuðu land sitt en ekki hægri öfgamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“

Bill Murray missti af veislu hjá Guðna Th: „Get ég gert eitthvað annað skemmtilegt hérna?“
Fréttir
í gær

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?

Hver skrópar oftast á Alþingi og hver er neikvæðastur?
Fréttir
í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Íþróttafréttamaðurinn og rithöfundurinn
Fréttir
í gær

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi

Þórarinn táraðist yfir einstakri afmælisgjöf – Stórafmælisgjöf bætti 18 ára missi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti

Myndband: Ari Eldjárn tók hræðilega vandræðalegt víkingaklapp í breskum gamanþætti
Fyrir 2 dögum

Hræðsla við Sósíalista

Hræðsla við Sósíalista
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi