60 þúsund marseruðu fyrir „hvíta Evrópu“

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Um 60 þúsund þjóðernissinnar og meðlimir hægri öfgahópa gengu saman um Varsjá í Póllandi á laugardaginn. Margir þeirra sem mættu í gönguna voru með fasista tákn, áróðursborða, fána og rauð blys.

Þátttakendur göngunnar hrópuðu þjóðernissinnuð slagorð eins og „hreint blóð,“ „hvítt Pólland“ og „hreint Pólland.“ Kynþáttahatur var áberandi. (NBC)[https://www.nbcnews.com/news/world/60-000-join-far-right-march-poland-s-independence-day-n820006] greinir frá.

Sjálfstæðisdagur Póllands var á laugardaginn og var gangan haldin sama dag. Í stað þess að dagurinn einkenndist af hátíðarhöldum þar sem sögu þjóðarinnar væri fagnað þá var deginum rænt af þessum umdeilda öfgahópi.

Ræðuhaldarar lögðu áherslu á mikilvægi þess að vera á móti frjálslyndum og verja pólsk kristin gildi. Í ræðunum kom einnig fram mikil andúð á íslam.

„[Atburðurinn] var falleg sjón. Við erum stolt að svona margir Pólverjar hafi ákveðið að taka þátt í hátíðarhöldum sem tengjast sjálfstæðisdeginum,“ sagði innanríkisráðherra Póllands Mariusz Blaszczak. Mariusz er einnig meðlimur hægri flokksins Lög og réttlæti.

Gangan var kölluð „hin mikla ganga föðurlandsvina“ í ríkissjónvarpi Póllands. Þar kom einnig fram að þeir sem sóttu gönguna væru mestmegins venjulegir Pólverjar sem elskuðu land sitt en ekki hægri öfgamenn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.