fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur Steingrímsson hjólar í Robert Marshall og segir hann hata homma

Hjálmar Friðriksson
Laugardaginn 11. nóvember 2017 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar, fordæmir Robert Marshall í pistli í Fréttablaðinu og segir hann hata homma. Guðmundur segir hann vinna gegn samfélagi þar sem allir geta verið þeir sjálfir og notið hæfileika sinna, dugnaðar og ástríðu.

Að vísu á Guðmundur ekki við um íslenskan félaga sinn úr pólitíkinni heldur bandaríska stjórnmálamanninn Robert Gerald Marshall. Guðmundur gerir sér vel grein fyrir því að þetta kunni að valda misskilningi. „Hommahatarinn Robert Marshall er óvinur hins opna, fjölbreytta og fallega samfélags. Robert Gerald Marshall, kallaður Bob, er yfirlýstur hommahatari og hefur byggt sína setu á fylkisþinginu í Virginíu á hommahatri um langt árabil. Hann var í fréttum í vikunni vegna þess að hann tapaði blessunarlega fyrir transkonunni Danicu Roem í kosningum til þingsins. Roem varð þannig fyrsta yfirlýsta transkonan til þess að hljóta kosningu til þings í Bandaríkjunum. Og af hverju er það mikilvægt?,“ spyr Guðmundur.

Svar hans er að pólitík Roberts Marshalls vinni gegn því að markmiði að búa til samfélag þar sem fólk getur verið það sjálft og notið sín, óhindrað. „Sigur Roem er stórt skref í áttina að svoleiðis samfélagi. Önnur merkileg skref voru til dæmis þau að blökkukona varð borgarstjóri í fyrsta skipti. Og síki. Það er raunar ótrúlegt að svona hlutir skuli vera að gerast í fyrsta skipti þar vestur frá, en svona er baráttan komin skammt á veg. Á sama tíma hafa skref verið stigin afturábak hér á landi: Konum fækkaði á Alþingi. Það er skandall. Og innflytjendum,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segir að þetta séu öflin sem eigast við um heim allan. „Fjölbreytni gegn einsleitni. Frelsi gegn bælingu. Frjálslyndi gegn múrum og þöggunum. Robert Marshall er víða og hans hatursáróður gegn fólki sem er öðruvísi en hann sjálfur. Til eru merkar úttektir á því hvernig stjórnmálasaga nútímans fjallar fyrst og fremst um baráttu þessara tveggja afla: Hins opna og víðsýna samfélags gegn hinu bælda og lokaða. Lýðræði gegn einræði. Um þau gildi var síðari heimsstyrjöldin háð. Haturs- og einræðisöfl voru þar höfð undir af lýðræðis- og frjálslyndisöflum. Enn í dag er þetta höfuðás stjórnmálanna, sem flest hverfist um,“ segir Guðmundur.

Guðmundur játar að lokum að hann hafi að hluta til skrifað þessa grein þar sem Bob Marshall er alnafni hins íslenska Róbert Marshall: „Ég hef einstaklega gaman af því, í hrollköldu tíðindaleysi skammdegisins, að birta þessa grein af tvennum orsökum: 1) Til að tala um samfélagið eins og það birtist mér og 2) til að nýta það dauðafæri mér til skemmtunar sem skapaðist við það að hommahatarinn Robert Marshall skuli vera nafni vinar míns Róberts Marshalls. Ég hef hlegið að því alla vikuna. Það segir jú ákveðna jákvæða hluti um nærumhverfi mitt, að tilhugsunin um Róbert Marshall sem yfirlýstan hommahatara skuli vera sprenghlægileg fásinna. Ég vil nota þetta einstaka tækifæri til að segja að lokum, í nafni hugsjónarinnar um sigur umburðarlyndis og hinna frjálslyndu gilda, af heilum hug og af öllu hjarta: Þegi þú Robert Marshall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun