fbpx
Fréttir

Málfríður braut lögin fyrir veikan föður sinn: „Ég hefði gert hvað sem er til að láta honum líða betur“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 11:05

„Það eru svo margar tilfinningar sem tengjast þessu. Þarna var maður, sem var mér afar kær með banvænan og kvalafullan sjúkdóm og ég var á leiðinni að brjóta lög,“ segir Málfríður Þorleifsdóttir en hún sætir ákæru í Danmörku ásamt fjórum öðrum fyrir framleiðslu og sölu á kannabisolíu í lækningaskyni. Ástæða þess að Málfríður er viðriðin málið er sú að hún vildi lina þjáningar föður síns sem greinst hafði með illvígt krabbamein. Búist er við að dómur falli í málinu þann 21.nóvember næstkomandi.

Í samtali við Morgunblaðið greinir Málfríður frá því að faðir hennar hafi greisnt með krabbamein í maga og vélinda í febrúar árið 2014 og dugðu hefðbundar leiðir ekki til að slá á verki hans. Þar sem að Málfríður var búsett í Danmörku en faðir hennar á Íslandi reyndist það auðveldara fyrir hana að útvega kannabisolíu.

„Mér fannst virkillega erfitt að vera beðin um að gera eitthvað ólöglegt, en á sama tíma hikaði ég ekki eina sekúndu þegar hann bað mig um þetta; ég hefði gert hvað sem er til að láta honum líða betur,“ segir Málfríður og bætir við að í kjölfarið hafi hún lesið sér til um áhrif kannabisolíu á líðan krabbameinssjúklinga. Í tilviki föður hennar hafi olían verið það eina sem gerði seinustu ævidaga hans bærilegri en hann lést síðla árs 2014.

Claus „Moffe“ Nielsen, maðurinn sem seldi Málfríði olíuna er einn af þeim fjórum sem eru einnig fyrir rétti vegna málsins en Claus hóf framleiðslu á kannabispolíu eftir að hafa sjálfur verið í þeim sporum að horfa upp á dóttur sína berjast við krabbamein. Eftir að Málfríður komst í kynni við hann hófu þau tvö framleiðslu og sölu á svokölluðu kannabissúkkulaði til sjúklinga. Voru þau í kjölfarið handtekin í September 2016 og ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot ásamt þremur öðrum einstaklingum.

Fram kemur að málið hafi vakið upp miklar umræður í Danmörku um kannabis í lækningaskyni. Réttarhöldin hófust þann 23.október síðastliðinn en fyrrum viðskiptavinir Claus og Málfríðar eru meðal þeirra sem hafa mætt fyrir dóminn og vitnað um jákvæð áhrif olíunnar.

Málfríður kveðst sjálf hafa komið aðallega að framleiðslu súkkulaðisins en ekki að sölu, og tekur jafnframt fram að það hafi ekki verið í hagnaðarskyni heldur hafi hún first og fremst viljað hjálpa fólki. Viðskiptavinirnir hafi aðalega verið krabbameinssjúklingar auk einstaklinga sem glíma við MS og gigt og í sumum tilfellum var verið að kaupa súkkulaðið handa börnum sem glímdu við erfið veikindi.

Hún kveðst jafnframt eiga von á því að fá dóm en geri ekki ráð fyrir að hann verði þungur.

„Ég braut lögin upphaflega fyrir pabba minn, síðan til að hjálpa öðrum og ég er viss um að þetta endi allt saman vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?