Fréttir

Hetjudáð við Hringbraut – Blés lífi í tveggja mánaða stúlku: „Glaður að sjá barnið á hreyfingu“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 13:00

Kanadíski uppistandarinn York Underwood, sem búsettur er á Íslandi, vann sannkallaða hetjudáð í gær þegar hann blés lífi í tveggja mánaða ungbarn en móðir barnsins kallaði á hjálp hans þar sem hann var gangandi á Hringbraut.

Að sögn Yorks hreyfði barnið sig ekki fyrr en hann hafði hnoðað það nokkrum sinnum. Faðir barnsins segir í samtali við DV að ekki sé vitað hvað kom fyrir barnið en það sé nú undir eftirliti lækna á Landspítalanum.

York hefur búið hér á landi í nokkur ár og er kvæntur Björgu Magnúsdóttur, útvarpskonu í Síðdegisútvarpinu á Rás 2. Sumir muna ef til vill eftir honum úr kosningavöku Stöðvar 2 á dögunum.

Lá hreyfingalaust

„Ég var að ganga á Hringbrautinni um miðjan dag og það kallar á mig á kona sem var þar í kyrrstæðum bíl. Hún kallaði á ensku svo ég hélt kannski að hún væri að biðja mig um leiðsögn. Ég fer til hennar og þá segir hún við mig í mikilli geðshræringu að ég verði að hjálpa henni og bendir á barnið. Það lá alveg hreyfingarlaust og virtist ekki anda. Þá voru góð ráð dýr svo ég bara beygði mig og fór að framkvæma endurlífgun, hnoðaði bringuna og blés í munninn. Eftir smá stund vaknaði barnið,“ segir York í samtali við DV.

Veit ekkert um börn

Stuttu síðar kom sjúkrabíll á vettvang og færði barnið á Landspítalann. York segist hafa boðist til að færa bílinn en þá var faðir barnsins kominn á vettvang og sá hann um það. York segir að þetta hafi verið talsverð lífsreynsla. „Ég var bara rosalega glaður að sjá barnið á hreyfingu og með meðvitund. Ég veit ekkert um börn en ég passaði mig samt að gera þetta rosalega varlega. Ég hnoðaði það með því að ýta tveimur puttum niður á tvo putta sem ég setti á bringu barnsins. Það var í seinna skiptið sem ég blés í muninn sem barnið vaknaði til lífsins,“ segir York.

Stúlkan í eftirlit

Faðir barnsins segir í samtali við DV að hann sé mjög þakklátur fyrir aðstoð York. Hann segir þó að enn ekkert vitað um hvað hafi gerst en hann vonast til að barnið nái sér að fullu. „Það er ekki komið á hreint hvað gerðist, eða hvort það gerðist eitthvað. Það er allt í lagi með barnið núna. Það er ekki búið að útskrifa stúlkuna og hún er í eftirliti,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 8 klukkutímum

Með og á móti: Lúpína

Með og á móti: Lúpína
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“
í gær

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt

Við erum líklega að taka HM aðeins of langt
Fréttir
í gær

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana

Trumpklíkan hefur tekið völdin í Repúblikanaflokknum og enginn þorir að gagnrýna hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda

Áhrif HM á samfélagið: Skólplagnir ættu að halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir

Íslenskar konur áhugasamari en kynsystur þeirra í Evrópu um íþróttir