fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fabrikkan hvött til að kvenkenna rétti sína eftir afrek kvennalandsliðsins: „Eruð þið örugglega ekki að hanna einhvern geggjaðan „Söruborgara”?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Jæja, Hamborgarafabrikka. Eruð þið ekki örugglega að hanna einhvern geggjaðan Söruborgara? Annan Fyrirliða? Eða verður Mettan látin metta lýðinn? Það er alveg smá pláss á matseðlinum ykkar fyrir annað en borgara til heiðurs körlum,” skrifar Ragnhildur Sverrisdóttir á Facebook-síðu sína í kjölfar stórkostlegs sigurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Þýskalandi á föstudag.

Ragnhildur er fyrrverandi blaðamaður, talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns og eiginkona Hönnu Katrínar Friðrikssons, þingkonu Viðreisnar.

Töluverð umræða spratt upp í vetur um skort á kvenkenndum réttum á Fabrikkunni og lögðu þá margir orð í belg. Sumum fannst þetta vera dæmigert fyrir ríkjandi karllæg sjónarmið í samfélaginu en aðrir sögðu að þetta væri glatað málefni í jafnréttisbaráttu því hvaða kona vildi láta kenna sig við hamborgara?

Í ummælum undir stöðufærslu sinni skrifar Ragnhildur:

„Pointið er, að Hamborgarafabrikkunni finnst augljóslega upphefð í þessu og því stingur það í augun að þar miðist allt við einhverja karlaborgara – fyrir utan „Ungfrú Reykjavik“ sem er auðvitað nafnlaus að öðru leyti. Svona staður ætti að sjá sóma sinn í að finna a.m.k. eina (Dag)nýja hamborgarauppskrift.“

Núna er spurning hvort Hamborgarafabrikkan taki við sér og við sjáum nýja rétti kennda við skörunga kvennaknattspyrnunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi