fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Stálheppinn lottóspilari: Munaði minnstu að hann missti af 2,4 milljarða vinningi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. október 2017 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins munaði tveimur dögum að 68 ára karlmaður í New Jersey í Bandaríkjunum, Jimmie Smith, missti af 24 milljóna dala lottóvinningi. Jimmie vann þann stóra, 2,4 milljarða króna, í útdrætti í maí árið 2016 en áttaði sig ekki á því fyrr en tæpu ári síðar.

Lögum samkvæmt hafa vinningshafar tólf mánuði til að vitja vinninganna sem bíða. Í útdrættinum þann 25. maí í fyrra var Jimmie með allar tölurnar réttar: 05, 12, 13, 22, 25 og 35. Hann hafði vanið sig á að geyma lottómiðana á einum stað í gamalli skyrtu sem hékk inni í skáp hjá honum.

Eitthvað varð til þess að Jimme gleymdi að kíkja á vinningsmiðann og sat miðinn því sem fastast í skyrtunni og safnaði ryki. Það var svo dag einn í vor að hann sá frétt þess efnis að enn ætti vinningshafi úr útdrættinum í maí 2016 eftir að koma fram. Var fólk hvatt til að athuga hvort vinningsmiðinn leyndist einhversstaðar.

Jimme ákvað í kjölfarið að gá í skyrtuna og þá komst hann að því að hann hefði unnið þann stóra. Þetta var þann 23. maí síðastliðinn, eða tveimur dögum áður en fresturinn rann út.

Smith er sem fyrr segir orðinn 68 ára og valdi hann að fá vinninginn greiddan út í áföngum á næstu 26 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi