fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Aðalheiður hjólar í sauðfjárbændur: Segir lambakjöt bragðvont og lélega vöru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. október 2017 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vandi sauðfjárbænda felst í því að lambakjöt er vont á bragðið og léleg vara og við höfum ekki áhuga á að kaupa það. Af hverju í andskotanum má ekki segja það upphátt? Menn eru alltaf að ljúga því einhvern veginn að þetta kjöt sé gott. Hvaða rugl er það?“

Þetta skrifar Aðalheiður Ámundadóttir, fyrrverandi starfsmaður þingflokks Pírata og núverandi blaðamaður á Fréttablaðinu, á Facebook-síðu sína.

Sem vænta má hefur færsla Aðalheiðar vakið miklar umræður og lýsa margir sig ósammála henni. Segja sumir að íslenskt lambakjöt sé besti matur sem þeir borði. Aðrir eru sammála Aðalheiði og sumir segja að íslenskt lambakjöt standist ekki samanburð við skoskt eða nýsjálenskt lambakjöt. Frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, Páll Valur Björnsson, gaukar hins vegar uppskrift að Aðalheiði:

„Hefur þú aldrei heyrt talað um kótilettur í raspi steiktar í löðrandi smjöri með soðnum kartöflum, rauðkáli, grænum Ora baunum og helling af rabbabarasultu? Ef ekki þá áttu mikið eftir vinkona.“

Aðalheiður bætir síðan um betur og birtir aðra stöðufærslu þar sem hún gerir betur grein fyrir máli sínu:

Ég biðst velvirðingar á að hafa móðgað sauðfjárbændur og börn þeirra á þessum erfiðu tímum í þeirra lífi. Ég er sjálf bóndabarn og stór hluti ættar minnar eru bændur. EN…
Sem neytandi og skattgreiðandi hlýt ég þó að hafa rétt til að segja að lambakjöt er varla þess virði að púkka upp á það. Það eyðileggur landið, það fer illa með skattfé, það heldur uppi matvöruverði, það er síðri vara en flest annað kjöt og það dugar ekki einu sinni lengur til að halda Framsóknarflokknum á lífi (sem ég er reyndar ekkert miður mín yfir þannig lagað). Við verðum að horfast í augu við þetta. Það er ekki hægt að takast á við vanda sauðfjárbænda ef við brjótum ekki tabúið um gæði vörunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi