fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Móðir Birnu hvetur fólk til að hafa augun opin: Lögreglan skoðar tölvuna hennar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er gott að finna að lögreglan er að vinna á fullu í málinu og svo verður yndislegt þegar björgunarsveitir geta farið af stað þegar kemur vísbending,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt laugardags.

Tölvan skoðuð

Í frétt RÚV segir Sigurlaug að Birnu hafi verið leitað með dróna og að tölvudeild lögreglu skoði tölvu hennar í von um að finna vísbendingar. Lögregla hafi einnig gengið í hús í námunda við Flatahraun þar sem farsími hennar gaf merki umrædda nótt.

Funduðu með lögreglu

Sigurlaug og faðir Birnu funduðu með lögreglu í tvær klukkustundir í nótt þar sem þau fengu upplýsingar um leitina, hvað væri búið að gera og hver næstu skref yrðu. Þá fékk Sigurlaug beinan tengilið við lögreglu sem hún getur hringt í hvenær sem er.

Sigurlaug segir í samtali við DV að í raun séu engar nýjar vísbendingar í málinu en lögreglan vinni á fullu við að finna þær. Lögreglan lýsti í morgun eftir rauðri Kia Rio-bifreið sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05.25 aðfaranótt laugardags. Birna sást í eftirlitsmyndavélum á sama tíma ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi númer 31. Þar hvarf hún sjónum.

Lögregla óskaði eftir upplýsingum um ökumann bifreiðarinnar í því skyni að leita upplýsinga um ferðir Birnu. Aðspurð segir Sigurlaug að ekki sé vitað hvort hún hafi farið upp í umrædda bifreið eða hvort viðkomandi ökumaður hafi séð eitthvað misjafnt. Mikilvægt sé að ræða við viðkomandi til að varpa betur ljósi á málið. „Það er alveg eins líklegt að hún hafi farið inn í einhvern bíl,“ segir hún.

Fjölmargir hafa lagt fram aðstoð sína við leitina og hefur til dæmis verið stofnaður Facebook-hópur sem rúmlega níu þúsund manns eru í.

Hvetur fólk til að hafa augun áfram opin

„Það er yndislegt hvað fólk er tilbúið að leggja á sig,“ segir Sigurlaug sem hvetur fólk til að hafa augun hjá sér. „Ég hvet fólk til að halda áfram að leita og fylgjast með og reyna að finna vísbendingar,“ segir hún.

Birna er 170 sentímetrar á hæð, um það bil 70 kíló og með sítt rauðleitt hár. Birna var klædd í svartar gallabuxur, ljósgráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó. Upplýsingar um ferðir Birnu berist til lögreglu í síma 444 1000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi