fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Myndatökukonan sem sparkaði í flóttamenn dæmd

Petra Laszlo dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 13. janúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungversk kona, Petra Laszlo, sem komst í heimsfréttirnar árið 2015 þegar hún sást bregða fæti fyrir flóttamenn, hefur verið dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Myndband af atvikinu vakti heimsathygli en atburðurinn átti sér stað við landamæri Ungverjalands og Serbíu. Flóttamenn höfðu ruðst í gegnum girðingu á landamærunum og voru að flýja undan laganna vörðum þegar Petra brá fæti fyrir mann sem var á hlaupum með ungt barn í fanginu. Þá virtist hún sparka í unga stúlku.

Petra segir að dómnum verði áfrýjað.

Fyrir dómi sagðist hún hafa talið sig vera í hættu og hún hefði gripið til þessa ráðs til að verja sig. „Ég snéri mér við og á hundruð manna hlaupa í áttina að mér. Ég var mjög hrædd,“ sagði hún og bætti við að eftir að atvikið kom upp hafi líf hennar verið erfitt. Henni var sagt upp störfum hjá N1TV-sjónvarpsstöðinni eftir að myndbandið komst í hámæli og sagði að sér hefðu borist líflátshótanir.

Dómari í málinu tók ekki tillit til þessara útskýringa og sagði að hegðun hennar hefði gengið gegn samfélagslegum gildum og taldi rétt að dæma hana í þriggja ára fangelsi. Petra þarf þó ekki að sitja inni nema hún rjúfi skilorð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi