Stundin tapaði 13 milljónum króna

Útgáfufélag fjölmiðilsins Stundarinnar var rekið með 13 milljón króna tapi árið 2015. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í dag. Um var að ræða fyrsta rekstrarár Stundarinnar en það skuldaði þá 17 milljónir króna. Að sögn var gert ráð fyrir að tapið fyrsta árið yrði 10-25 milljónir króna.

Fram kemur að hlutafé í félaginu hafi verið aukið um þarsíðustu áramót. Þá hafi Smári McCarthy (nú þingmaður Pírata), Stormur seafood og Fjelagið Eignarhaldsfélag, sem er í eigu einkahlutafélags í Hong Kong, keypt tæplega fjórðungs hlut í blaðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.