fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Blind kona hyggst ganga þvert yfir Ísland

Auður Ösp
Föstudaginn 30. september 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fazilet Hadi, sem hefur verið blind frá barnæsku hyggst ganga þvert yfir Ísland í byrjun október. Tilgangurinn er að safna fé fyrir blindrasamtök Englands og styðja við bakið á þeim sem misst hafa sjónina.

Fazilet var kornung þegar sjón hennar byrjaði að versna og eftir því sem árin liðu varð sjónin verri. Þegar hún byrjaði í háskóla var ástandið orðið svo slæmt að hún komst ekki ferða sinna hjálparlaust.

Greint er ferð Hadi á vef The Comet þar sem hún segir að hér sé á ferð ákveðin áskorun sem muni gefa henni tækifæri á því að gefa eitthvað til baka til samtakanna sem hafi stutt hana ötullega í gegnum tíðina. Hyggst hún meðal annars heimsækja eldfjallasvæði á suðvesturhorninu og halda upp á 59 ára afmælið sitt í kofa.

Á heimili sínu í Letchworth
Á heimili sínu í Letchworth

Hún viðurkennir að vissulega örli á kvíða hjá sér fyrir ferðina enda ómögulegt að segja til um hvort veðurskilyrðin verði henni í hag eða ekki. „En nú er ekki um annað að ræða en að drífa í þessu,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat