fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Safna undirskriftum gegn raflínufrumvarpi

Um 1.200 hafa skrifað undir áskorun Landverndar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. september 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landvernd hefur hafið undirskriftasöfnun á heimasíðu samtakanna í þeirri von að Alþingi samþykki ekki frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem heimilar Landsneti að leggja raflínur frá Þeistareykjavirkjun að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík.

Alls höfðu 1.230 manns skrifað undir áskorun samtakanna þegar DV fór í prentun í gær. Landvernd kærði útgáfu framkvæmdaleyfa Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps fyrir raflínunum til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Verði frumvarp iðnaðarráðherra að lögum verða leyfin gerð ógild og þar með mun nefndin ekki fjalla áfram um málið. Í staðinn verður nýtt framkvæmdaleyfi sett inn í lögin og ekki verður hægt að kæra það til nefndarinnar.

„Þetta felur í sér grafalvarleg pólitísk afskipti framkvæmdavaldsins af störfum óháðrar úrskurðarnefndar. Spyrja má hvort stjórnvöld myndu grípa inn í störf dómstóla með sama hætti. Þessi gjörningur er aðför að réttarkerfinu, þrískiptingu valds og réttlátri málsmeðferð,“ segir á heimasíðu Landverndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi